Útlendingar. Málsmeðferð.

(Mál nr. F78/2018)

Að gefnu tilefni var ákveðið að kanna virkjun verkferla af hálfu Útlendingastofnunar þegar grunur leikur á að umsækjandi um alþjóðlega vernd hafi orðið fyrir pyndingum. Það kom m.a. fram að þrátt fyrir að umsækjendum sem þess þurfi hafi verið útveguð aðstoð hafi ekki legið fyrir formlegir og staðfestir verkferlar innan stofnunarinnar um viðbrögð við hugsanlegum þolendum pyndinga. Hins vegar standi yfir þróun tiltekins skimunarlista sem notast eigi við í framtíðinni. 

Umboðsmaður taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar en áréttaði að mikilvægt væri að slíkt mælitæki taki mið af ólíkum ástæðum sem geta legið til grundvallar því að umsækjandi teljist í viðkvæmri stöðu samkvæmt lögum nr. 80/2016, um útlendinga, þ. á m. að hann hafi orðið fyrir pyndingum.