Börn. Meðlag. Hæfi. Rökstuðningur. Andmælaréttur.

(Mál nr. 11089/2021)

Kvartað var yfir úrskurði dómsmálaráðuneytisins sem staðfesti úrskurð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að föður bæri að greiða aukið meðlag með barni sínu. Laut kvörtunin annars vegar að sérstöku hæfi fulltrúa sýslumanns og hins vegar rökstuðningi og niðurstöðu ráðuneytisins. 

Hvað vanhæfið snerti var byggt á að af vanhæfi fulltrúans í tengdu máli leiddi jafnframt vanhæfi í þessu máli. Um það vísaði umboðsmaður til niðurstöðu sinnar í máli nr. 11088/2021 þar sem hann hafði ekki gert athugasemdir niðurstöðu ráðuneytisins um hæfi fulltrúans í fyrra málinu. Með hliðsjón af gögnum málsins, m.a. skattframtölum, og atvikum öðrum taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að gera athugasemdir við að ráðuneytið hefði litið svo á að aðstæður hefðu breyst frá fyrri meðlagsúrskurði eða við að ekki hefði verið talið tilefni til að gefa viðkomandi kost á að koma að frekari sjónarmiðum vegna tiltekinna gagna sem voru lögð fram í málinu. Hann taldi því ekki tilefni til að gera athugasemd við niðurstöðu ráðuneytisins.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 8. september 2021, sem hljóðar svo: