15. nóvember 2013

Fyrirspurn um starfslokasamninga

Umboðsmaður hefur sent Landspítala háskólasjúkrahúsi bréf þar sem hann óskar eftir tilteknum upplýsingum svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann telji tilefni til að hefja athugun að eigin frumkvæði á því hvernig almennt er staðið að gerð svonefndra starfslokasamninga hjá stofnuninni.


Ástæða bréfsins var umfjöllun fréttablaðsins DV, 13.-14. nóvember sl., um starfslokagreiðslur til starfsmanna Landspítala háskólasjúkrahúss. Í bréfinu gerði umboðsmaður grein fyrir áliti sínu frá 29. nóvember 2007 í máli nr. 4962/2007 en í því máli hafði fjármálaráðuneytið komið á framfæri þeirri afstöðu sinni að ekki væri unnt án sérstakrar lagaheimildar að gera starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn.

Bréf umboðsmanns má finna hér. (53,6 Kb)