08. júní 2011

Endurnýjuð heimasíða

Umboðsmaður Alþingis opnaði í dag endurnýjaða og endurbætta heimasíðu.

Henni er eins og áður ætlað veita upplýsingar um starfsemi umboðsmanns en jafnframt að auka möguleika til að veita bæði almenningi og þeim sem starfa innan stjórnsýslunnar meiri upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer á vegum umboðsmanns og greiða götu þeirra sem vilja leita til umboðsmanns. Álit umboðsmanns verða áfram birt á heimasíðunni. Auk þess er ætlunin að veita með ítarlegri hætti en áður upplýsingar um aðrar afgreiðslur og ábendingar til stjórnvalda sem umboðsmaður sendir frá sér og fréttir af daglegri starfsemi hjá umboðsmanni  Áfram verður hægt með aðstoð leitarvélar að nálgast álit umboðsmanns og aðrar afgreiðslur sem umboðsmaður hefur ákveðið að birta. Sérstaklega er hægt að sjá síðustu 10 mál sem umboðsmaður hefur afgreitt og birt. Jafnframt er nú hægt að senda umboðsmanni kvartanir með rafrænum hætti af vefsíðunni og fá nýjustu fréttir og tilkynningar um ný álit sendar með áskrift að RSS-efnisstraumi.

Leitarvél

10 síðustu mál