05. september 2011

Umboðsmaður Alþingis auglýsir laust starf lögfræðings hjá embættinu.

Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá umboðsmanni Alþingis.

Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, gilda ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þ.e. um skyldu til að auglýsa laus störf, ekki um störf hjá umboðsmanni. Engu að síður hefur umboðsmaður ákveðið að leita eftir áhugasömum umsækjendum með auglýsingu þar sem einn þeirra sex lögfræðinga sem nú starfa hjá umboðsmanni fer til framhaldsnáms nú í haust.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu nú um helgina.


Auglýsing