01. desember 2011

Fræðslufundur um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010

Í dag efnir Stjórnarráðið í samstarfi við umboðsmann Alþingis til opins fræðslufundar fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar í tilefni af útkomu á skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010. Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í dag, 1. desember, milli kl. 15 og 17.

Fundarstjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri.

Dagskrá:
1. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, setur fundinn.
2. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
    - Starf umboðsmanns  2010 – staðan nú – Stjórnsýslan í ljósi skýrslu umboðsmanns.
    - Efni úr formála: Málefni opinberra starfsmanna, eftirlitsþátturinn í starfi stjórnvalda, með lögum skal land byggja – gæði lagasetningar – aðgengi að upplýsingum í stjórnsýslunni.
3. Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri.
    -Svör við erindum og málshraðareglur í stjórnsýslunni.
4. Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur.
    - Helstu viðfangsefni umboðsmanns á árinu 2010 – framkvæmd stjórnsýslulaga og reglna
    - Endurnýjuð heimasíða umboðsmanns Alþingis – Meiri upplýsingar um afgreidd mál.
5. Fyrirspurnir og umræður.