02. desember 2011

Afgreiðsla mála í nóvember 2011

Hinn 1. desember sl. höfðu umboðsmanni Alþingis borist alls 488 kvartanir frá áramótum og hann hafði á sama tíma tekið níu mál til athugunar að eigin frumkvæði.

Umboðsmaður hefur því haft fleiri mál til meðferðar það sem af er ári en allt árið 2010, en það ár bárust 370 kvartanir og sjö mál voru tekin til athugunar að hans eigin frumkvæði.

Á sama tíma árið 2010 höfðu umboðsmanni borist 347 kvartanir og hann hafði tekið upp sjö frumkvæðismál. Málum hefur því fjölgað um 40,4% miðað við sama tíma í fyrra. 

Í nóvember 2011 lauk umboðsmaður athugun sinni á 51 máli. Nýjar kvartanir í mánuðinum voru 55 talsins. Um mánaðamótin nóvember-desember voru alls 180 mál til athugunar hjá umboðsmanni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru 135 mál til athugunar. Þá bárust 40 kvartanir og athugun var lokið á 40 málum í nóvember 2010.