20. desember 2011

Tryggvi Gunnarsson endurkjörinn umboðsmaður Alþingis

Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, kýs Alþingi umboðsmann Alþingis til fjögurra ára.

Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og má ekki vera alþingismaður. Forsætisnefnd Alþingis skal tilnefna mann við kosninguna. Aðrar tilnefningar skulu berast forseta Alþingis svo tímanlega að unnt sé að kanna kjörgengisskilyrði áður en kosningin fer fram.

Hinn 17. desember 2011 var Tryggvi Gunnarsson var endurkjörinn umboðsmaður Alþingis til fjögurra ára, frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2015. Hann hefur gegnt embættinu frá 1. nóvember 1998, fyrst sem settur umboðsmaður en sem kjörinn umboðsmaður frá 1. janúar 2000.