05. september 2012

Afgreiðsla mála í júlí 2012

Hinn 31. júlí  sl. höfðu umboðsmanni Alþingis borist alls 311 kvartanir frá áramótum og hann hafði á sama tíma tekið tvö mál til athugunar að eigin frumkvæði.

Á sama tíma árið 2011 höfðu umboðsmanni borist 292  kvartanir og hann hafði tekið upp sex frumkvæðismál. Málum hefur því fjölgað um 6,5% miðað við sama tíma í fyrra. 

Í júlí 2012 lauk umboðsmaður athugun sinni á 34 málum. Nýjar kvartanir í mánuðinum voru  22 talsins. Um mánaðamótin júlí-ágúst voru alls 189 mál til athugunar hjá umboðsmanni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru 160  mál til athugunar. Þá bárust 49 kvartanir og athugun var lokið á 39  málum í júlí 2011.