18. október 2012

Afgreiðsla mála í ágúst og september 2012

Hinn 31. ágúst sl. höfðu umboðsmanni Alþingis borist alls 352 kvartanir frá áramótum og hann hafði á sama tíma tekið tvö mál til athugunar að eigin frumkvæði.

Athugun lauk á 33 málum í mánuðinum og nýjar kvartanir voru 41 talsins. Um mánaðamótin ágúst-september voru alls 197 mál til athugunar hjá umboðsmanni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru 189  mál til athugunar. Þá bárust 61 kvörtun og athugun var lokið á 32  málum í ágúst 2011.

Hinn 30. september sl. höfðu borist alls 395 kvartanir frá áramótum og á sama tíma hafði umboðsmaður tekið tvö mál til athugunar að eigin frumkvæði. Athugun lauk á 42 málum í mánuðinum og nýjar kvartanir voru 43 talsins. Um mánaðamótin september-október voru alls 196 mál til athugunar hjá umboðsmanni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru 178  mál til athugunar. Þá bárust 41 kvörtun og athugun var lokið á 52  málum í september 2011.

Í ágúst 2011 höfðu borist 353 kvartanir á því ári og í september 2011 höfðu borist 394 kvartanir. Frumkvæðismál voru sex talsins. Málastaðan er þannig nokkurn veginn sú sama og á sama árstíma 2011. Á því ári varð um 40% aukning á kvörtunum miðað við árið 2010.