31. maí 2013

Heimsókn frá vinnuhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna

Hinn 21. maí 2013 fékk embætti umboðsmanns Alþingis heimsókn frá vinnuhópi á vegum Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd.

Fundur hópsins og umboðsmanns Alþingis var liður í úttekt á stöðu kvenna á Íslandi og þá sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins. Í 2. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis, þar sem fjallað er um hlutverk umboðsmanns, er þess sérstaklega getið að umboðsmaður skuli gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni.

Á fundinum var rætt um hlutverk og valdsvið umboðsmanns Alþingis auk einstakra verkefna hans sem tengjast banni við mismunun á grundvelli kynferðis og annars konar mismununar.