12. júlí 2013

Umboðsmaður Alþingis tekur við húsnæði í Þórshamri

Í gær, 11. júlí 2013, afhenti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, umboðsmanni Þórshamar við Templarasund 5 í Reykjavík til afnota fyrir skrifstofur embættisins.


Stefnt hefur verið að flutningnum í nokkur ár.

Húsið er byggt árið 1912 og hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1978. Það var byggt sem íbúðarhús og var eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík. Við athöfnina hélt Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, stutt erindi um sögu hússins. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, veitti húsinu viðtöku.