26. ágúst 2014

Frumkvæðisathugun á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans

Umboðsmaður Alþingis sendi í gær innanríkisráðherra bréf sem birt er hér að neðan.


Í bréfinu gerir umboðsmaður grein fyrir því að hann hafi ákveðið á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hafi aflað um samskipti ráðherrans og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á sama tíma og lögreglan vann að rannsókn á sakamáli tengdu innanríkisráðuneytinu, að taka umrædd samskipti til formlegrar athugunar að eigin frumkvæði á grundvelli 5. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Athugunin tekur einnig til tiltekinna samskipta sem áttu sér stað síðar.  Auk þess að gera í bréfinu grein fyrir helstu lagareglum sem kann að reyna á í málinu og málsatvikum eins og þau verða ráðin af þeim upplýsingum sem umboðsmaður hefur aflað beinir hann tilteknum spurningum til innanríkisráðherra vegna málsins. Óskað er eftir að svar við bréfinu verði sent eigi síðar en 10. september nk.

Bréf umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra, dags. 25. ágúst 2014, er birt hér.