26. ágúst 2014

Svar til forsætisráðherra

Umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra svar í tilefni af þeirri fyrirspurn sem kom fram í bréfi ráðherra frá 15. ágúst sl. um hvort settar hefðu verið siðareglur fyrir embætti umboðsmanns Alþingis.


Í svarinu er ráðherra upplýstur um að samkvæmt  3. mgr. 15. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, staðfestir forseti Alþingis siðareglur fyrir starfsmenn Alþingis og stofnana þess. Tekið er fram að umboðsmanni sé ekki kunnugt um að slíkar reglur hafi verið staðfestar og bent er á að starfssvið umboðsmanns Alþingis taki ekki til starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Bréf umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra, dags. 25. ágúst 2014, má lesa hér.