04. desember 2014

Upplýsingaöflun vegna ábendingar lokið

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni á ábendingu sem barst í nóvember í tengslum við frumkvæðisathugun á samskiptum fráfarandi innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.


Athugun umboðsmanns fólst í því að afla upplýsinga vegna ábendingarinnar og fá afstöðu fráfarandi ráðherra til þeirra. Á næstu dögum verður unnið úr þeim og að frágangi á niðurstöðu frumkvæðisathugunarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær unnt verður að birta niðurstöðuna en vonast er til að það verði sem fyrst.