11. mars 2015

Afgreiðsla mála í febrúar 2015

Hinn 28. febrúar sl. hafði umboðsmanni Alþingis borist alls 91 kvörtun frá áramótum.


Á sama tíma árið 2014 höfðu umboðsmanni borist 82 kvartanir og hann hafði tekið upp eitt frumkvæðismál.

Í febrúar 2015 lauk umboðsmaður athugun sinni á 35 málum. Nýjar kvartanir í mánuðinum voru 42 talsins. Um mánaðamótin febrúar-mars voru alls 102 mál til athugunar hjá umboðsmanni en voru 78 um áramót. Þar af voru 13 mál vegna frumkvæðismála og kvartana sem lokið verður samhliða þeim en lögð hefur verið áhersla á að hraða afgreiðslu nýrra kvartana. Til samanburðar má geta þess að í lok febrúar 2014 voru 147 mál til athugunar. Þann mánuð bárust 46 kvartanir og athugun var lokið á 37 málum.

Staða innkominna kvartana m.v. 28. febrúar 2015: