06. nóvember 2015

Afgreiðsla mála í október 2015

Í lok október höfðu umboðsmanni Alþingis borist alls 377 kvartanir frá áramótum.


Á sama tíma árið 2014 höfðu 402 kvartanir borist og  umboðsmaður tekið upp tvö mál að eigin frumkvæði. Kvörtunum hefur fækkað um 6,2%  milli ára.  Þessi fækkun milli ára hefur fyrst og fremst komið til í októbermánuði sl. en þá bárust alls 30 kvartanir en voru 55 í október árið 2014. Á árinu 2015 hefur umboðsmaður ekki tekið neitt mál til formlegrar frumkvæðisathugunar en í 16 tilvikum hafa stjórnvöldum verið sendar fyrirspurnir vegna forathugunar á því hvort tilefni sé til að taka viðkomandi mál til athugunar að eigin frumkvæði umboðsmanns.

Heildarfjöldi afgreiddra mála á þessu ári var í lok október 382 en 442 á sama tíma árið 2014. Afgreidd mál í október sl. voru 51.

Um mánaðamótin október-nóvember sl. voru alls 73 mál til athugunar hjá umboðsmanni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru 104 mál til athugunar. Af  þeim 73 málum sem voru til athugunar hjá umboðsmanni um síðustu mánaðamót höfðu 25 borist í október sl. og þar af voru 16 þeirra enn til frumathugunar. Jafnframt voru meðal þessara 73 mála 11 frumkvæðismál og eitt mál vegna kvörtunar sem barst fyrir árið 2014 en miðað er við að umfjöllun um  það ljúki samhliða einu af frumkvæðismálunum. Fjöldi kvartana síðustu þrjú ár hefur leitt til þess að ekki hefur verið unnt að ljúka afgreiðslu þessara mála en stefnt er að því að ljúka stærstum hluta þeirra á þessu ári. Jafnframt er í ljósi þess árangurs sem náðst hefur við afgreiðslu mála á árinu stefnt að því að  taka sem fyrst afstöðu til þeirra svara sem fengist hafa í tilefni af forathugunum um hvort tilefni sé til þess að  umboðsmaður taki viðkomandi mál til formlegrar frumkvæðisathugunar.

Staða innkominna kvartana m.v. 31. október 2015: