21. desember 2015

Tryggvi Gunnarsson endurkjörinn umboðsmaður

Á fundi Alþingis 19. desember sl. fór fram kjör umboðsmanns Alþingis til fjögurra ára, frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2019.


Tryggvi Gunnarsson núverandi umboðsmaður var kjörinn í embættið.

Tryggvi hefur gegnt starfi umboðsmanns Alþingis frá 1. nóvember 1998. Í fyrstu til 31. desember 1999 sem settur umboðsmaður meðan Gaukur Jörundsson var í leyfi frá starfinu. Frá 1. janúar 2000 hefur Tryggvi verið kjörinn umboðsmaður Alþingis.