12. janúar 2017

Afgreiðsla mála 2016

Á árinu 2016 bárust umboðsmanni alls 415 kvartanir og eitt mál var tekið upp að eigin frumkvæði.

Er þetta um 5% fækkun mála frá árinu 2015 en þá bárust alls 439 kvartanir.Afgreidd mál á síðasta ári voru 420 en voru 450 árið 2015. Þar af var 25 málum lokið með áliti en þau voru 15 á árinu 2015. Af málum sem bárust á árinu 2016 var 88,5% þeirra lokið um áramótin og er það hliðstætt því sem var á árinu 2015. Í árslok 2016 voru 63 mál til athugunar hjá umboðsmanni en voru 67 við áramótin 2015/2016.  Af þessum 63 málum eru 10 frumkvæðismál sem hófust á árinu 2014 eða fyrr og ein kvörtun sem bíður afgreiðslu samhliða þeim. Enn voru til afgreiðslu fjórar kvartanir sem bárust á síðasta ársfjórðungi 2015. Í tveimur þeirra var beðið eftir svörum frá stjórnvaldi og þeim sem hafði kvartað en hin tvö voru til lokaafgreiðslu. Af þeim 48 málum sem skráð voru á árinu 2016 og var ekki lokið um áramótin voru 25 hjá stjórnvöldum, fimm hjá þeim sem báru fram kvartanirnar og 18 voru til meðferðar hjá umboðsmanni. Þar af bárust þau eða gögn vegna þeirra í 14 tilvikum í desember sl.Samhliða því að góður árangur náðist á árinu 2016 hvað varðar afgreiðslutíma þeirra kvartana sem bárust umboðsmanni var lögð áhersla á að undirbúa lokaafgreiðslu þeirra mála sem áður höfðu verið tekin til athugunar að eigin frumkvæði. Þá hefur verið unnið úr svörum sem bárust umboðsmanni vegna fyrirspurna hans við athuganir  á því hvort tilefni væri til að taka viðkomandi mál formlega til meðferðar sem frumkvæðismál. Nánar verður gerð grein fyrir þessum málum og áformum um frumkvæðisathuganir umboðsmanns á árinu 2017 hér á heimasíðunni á næstunni.
Save Save