01. september 2017

Nýr skrifstofustjóri og forstöðumaður frumkvæðisathugana

Særún María Gunnarsdóttir tekur frá 1. september við starfi skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis. Frá sama tíma mun Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir gegna starfi forstöðumanns frumkvæðisathugana.


Tilefni þessara breytinga er að Berglind Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur, sem verið hefur skrifstofustjóri hjá embættinu frá árinu 2010 hefur látið af störfum og tekið við starfi skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Særún María útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og starfaði sem lögfræðingur hjá Persónuvernd á árunum 2004 – 2008. Særún María kom til starfa hjá umboðsmanni Alþingis um mitt ár 2008 og hefur m.a. leyst skrifstofustjóra embættisins af í forföllum en hefur frá 1. mars sl. verið forstöðumaður frumkvæðisathugana hjá umboðsmanni. Vilhelmína útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 2012 og hefur frá þeim tíma starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni. Auk þess að sinna afgreiðslu mála hefur hún haft umsjón með gerð ársskýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 og sinnt tímabundið verkefnum skrifstofustjóra í forföllum.