09. apríl 2019

Lokað vegna framkvæmda

Skrifstofa umboðsmanns í Þórshamri verður lokuð frá hádegi miðvikudaginn 10. apríl nk. vegna breytinga á húsnæðinu. Opnað verður aftur mánudaginn 15. apríl kl. 9.00. 

Á meðan lokunin varir verður svarað í síma, 510-6700, á hefðbundnum afgreiðslutíma frá kl. 9-15.

Einnig er hægt að senda bæði skilaboð og gögn á netfangið postur@umb.althingi.is og eins og jafnan má senda kvörtun í gegnum vefinn hvenær sem er.

Yfirstandandi breytingar á húsnæðinu eru til að bæta aðgengi að skrifstofu umboðsmanns, m.a. með uppsetningu lyftu. 

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.