25. mars 2021

Umsóknum þarf að svara þótt hætt sé við að ráða í starf

Kvartað var yfir ráðningarferli vegna 50% starfs sem auglýst hafði verið en síðan hætt við að ráða í.

Settur umboðsmaður benti á að ef hætt er við að ráða í opinbert starf beri stjórnvaldi almennt að tilkynna umsækjendum um það skriflega hafi borist skrifleg umsókn um starfið. Samhliða slíkri tilkynningu eigi að leiðbeina umsækjendum um að þeir geti óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Enn fremur kom fram í bréfi setts umboðsmanns að hafi viðkomandi beðið um skriflegt svar vegna ákvörðunar þá þurfi stjórnvald ávallt að verða við því.

   

   

Bréf setts umboðsmanns til stjórnvalds í máli nr. 10633/2020