26. maí 2021

Umboðsmaður barna kynnti starfsemi sína

Umboðsmaður Alþingis og umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hittust í vikunni og báru saman bækur sínar.

Salvor & Skuli

Hlutverk umboðsmanns barna er að efla þátttöku barna í samfélaginu og vinna að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Hafði umboðsmaður Alþingis hug á að kynna sér starfið frá fyrstu hendi og á fundi þeirra fór Salvör yfir það helsta í starfsemi umboðsmanns barna.

„Á fyrstu metrunum sem umboðsmaður Alþingis finnst mér æskilegt að kynnast því mikilvæga starfi sem unnið er annars staðar við að tryggja hagsmuni bæði stórra sem smárra borgara gagnvart stjórnvöldum. Þessi fundur var liður í því og gagnlegt að fá innsýn í starfsemi umboðsmanns barna og áherslur Salvarar“, segir Skúli Magnússon.