26. ágúst 2022

Starfsemi þjóðkirkjunnar heyrir að jafnaði ekki undir eftirlit umboðsmanns

Ákvarðanir og athafnir innan þjóðkirkjunnar tilheyra að jafnaði ekki þeirri stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga sem starfssvið umboðsmanns tekur til, þótt á því kunni að vera undantekningar.

Af gildandi lögum um þjóðkirkjuna leiðir að litið er á hana sem sjálfstætt trúfélag í stað opinberrar stofnunar og samkvæmt nýlegum lagabreytingum hefur sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu enn aukist frá því sem áður var. Það hefur ekki fallið undir starfssvið umboðsmanns að fjalla um ákvarðanir og athafnir kirkjunnar er snerta kenningar hennar og trúariðkun, starf og skipulag, þ.m.t. ákvarðanir sóknarpresta um helgihald í kirkjum. Hins vegar hefur hann tekið til meðferðar kvartanir er lotið hafa að þeim starfsmönnum þjóðkirkjunnar, þar á meðal presta, sem notið hafa réttinda ríkisstarfsmanna við ráðningu. Frá og með árinu 2020  hafa nýráðnir starfmenn þjóðkirkjunnar ekki notið síðastnefndra réttinda.

Í eftirfarandi nýlegum málum getur að líta umkvörtunarefni vegna þjóðkirkjunnar sem féllu utan starfssviðs umboðsmanns.

  

  

Lokabréf umboðsmanns í máli nr. 10990/2021

Lokabréf umboðsmanns í máli nr. 11730/2022

Lokabréf umboðsmanns í máli nr. 11764/2022