Heilbrigðismál. Opinberir starfsmenn. Eftirlit landlæknis.

(Mál nr. 8715/2015 og 8820/2016)

Umboðsmaður ákvað í tilefni af athugun á málum nr. 8715/2015 og 8820/2016, sem hann lauk með álitum, dags. 26. júní 2017, að senda velferðarráðuneytinu bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að koma tilteknum sjónarmiðum á framfæri við stjórnendur opinberra heilbrigðisstofnana. Í bréfinu og álitunum var gerð grein fyrir sjónarmiðum um samspil eftirlits landlæknis með heilbrigðisstarfsmönnum og undirbúnings og meðferðar slíkra mála af hálfu stjórnenda opinberra heilbrigðisstofnana og ákvarðana stjórnenda heilbrigðisstofnana á grundvelli stjórnunarheimilda þeirra.