29. nóvember 2019

Eistlendingar kynntu sér OPCAT-eftirlit á Íslandi

Þrír starfsmenn OPCAT-eftirlits umboðsmanns í Eistlandi komu nýverið í þriggja daga heimsókn til að kynna sér hvernig kollegar þeirra hjá umboðsmanni Alþingis sinna eftirliti sínu hér á landi.

Meðal annars var farið í heimsókn á Vernd, Stuðla, fangelsið á Hólmsheiði, Sogn, Fangelsismálastofnun og lögreglustöðina á Hverfisgötu. Forstöðumenn kynntu starfsemina á hverjum stað og sýndu húsakost og aðbúnað þeirra sem þar dvelja.

Þá kynntu þremenningarnir umboðsmanni og starfsfólki hans hvernig OPCAT-eftirlitinu er háttað ytra. Í Eistlandi hefur þetta eftirlit verið mun lengur við lýði en hérlendis og er skipulagt með nokkuð öðrum hætti.

Ferð Eistlendinganna var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og ástæða þess að óskað var eftir að koma í heimsókn til Íslands er hversu áþekk löndin eru í mörgu tilliti að mati erlendu gestanna.   

OPCAT Estonia.JPG

Frá vinstri: Elísabet Ingólfsdóttir, Ksenia Žurakovskaja-Aru, Maria Sults, Käti Mägi og Rannveig Stefánsdóttir.