Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12423/2023)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á erindi.  

Í kjölfar eftirgrennslan umboðsmanns greindi ráðuneytið frá því að erindinu hefði verið svarað og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 8. nóvember 2023.

  

  

Vísað er til kvartana yðar og B, systur yðar, 18. september og 22. október sl., sem lúta að töfum á afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á erindi sem þér beinduð að þáverandi dómsmálaráðherra 22. mars sl. og ítrekuðuð 18. apríl sama ár. Laut erindið að [...]. Jafnframt er vísað til bréfs umboðsmanns 19. október sl. til yðar vegna fyrri kvörtunarinnar.

Í tilefni af framangreindu var ráðuneytinu ritað bréf 23. október sl. þar sem óskað var eftir að það veitti upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins. Nú hefur borist svarbréf frá ráðuneytinu 1. nóvember sl. þar sem gerð er m.a. grein fyrir því að erindinu hafi nú verið svarað auk þess sem þér og systir yðar hafið verið beðnar velvirðingar á þeim töfum sem hafi orðið á afgreiðslu þess. Afrit af svari ráðuneytisins til yðar fylgdi svari ráðuneytisins til umboðsmanns.

Þar sem kvörtunarefnið lýtur að töfum á afgreiðslu ráðuneytisins á erindi yðar og í ljósi þess að erindinu hefur verið svarað tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar að svo stöddu í tilefni af kvörtunum yðar. Lýk ég því umfjöllun minni vegna málsins með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.