[Birt í skýrslu fyrir árið 1996, bls. 25-38.]

Samkvæmt 11. gr. laga nr. 13/1987, um umboðsmann Alþingis, skal umboðsmaður tilkynna Alþingi, svo og hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn, eftir því sem við á, verði hann þess var, að "meinbugir" séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Í 11. gr. reglna nr. 82/1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, er svo mælt fyrir, að auk "meinbuga" á lögum og almennum stjórnvaldsfyrirmælum, skuli umboðsmaður einnig gera fyrrnefndum aðilum viðvart, verði hann þess var, að "meinbugir" séu á starfsháttum í stjórnsýslu. Í greinargerð, er fylgdi frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 13/1987, um umboðsmann Alþingis, kemur fram, að meinbugir á lögum geti verið formlegs eðlis, svo sem misræmi milli ákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnisatriðum, svo sem að gerður sé að lögum mismunur milli manna án þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að reglugerðarákvæði skorti lagastoð ofl. Þá hef ég litið svo á, að undir ákvæði 11. gr. falli m.a. þau tilvik, þegar ákvæði laga rekast á eða íslensk lög eru ekki í samræmi við þær skuldbindingar, sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum til verndar mannréttindum.
Í ársskýrslum mínum fyrir árin 1988 til 1995 er að finna 38 mál, þar sem ég hef vakið athygli Alþingis á "meinbugum á lögum" á grundvelli 11. gr. laga nr. 13/1987, um umboðsmann Alþingis. Hér á eftir fer stutt reifun á þessum málum. Jafnframt er þess getið, hvað gert hefur verið í því skyni að bæta úr hlutaðeigandi annmörkum.

Efnisyfirlit
1. Ársskýrsla 1988, bls. 23, mál nr. 35/1988.
Ábending um breytingar á lagareglum um gjafsókn.
2. Ársskýrsla 1988, bls. 45, mál nr. 70/1988.
Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum.
3. Ársskýrsla 1989, bls. 90, mál nr. 83/1989.
Sáttaumleitan vegna hjónaskilnaðar.
4. Ársskýrsla 1990, bls. 87, mál nr. 104/1989.
Tegundarprófun símtækja.
5. Ársskýrsla 1990, bls. 93, mál nr. 102/1980.
Tannlæknakostnaður fanga.
6. Ársskýrsla 1990, bls. 97, mál nr. 170/1989.
Agaviðurlög í fangelsum.
7. Ársskýrsla 1990, bls. 129, mál nr. 171/1989.
Ákvörðun ríkissaksóknara um niðurfellingu máls.
8. Ársskýrsla 1990, bls. 197, mál nr. 86/1989.
Ákvörðun ríkissaksóknara um niðurfellingu máls.
9. Ársskýrsla 1990, bls. 202, mál nr. 176/1989.
Valdsvið framkvæmdastjórnar Ferðamálaráðs.
11. Ársskýrsla 1991, bls. 26, mál nr. 384/1991.
Afturköllun löggildingar vigtarmanns.
12. Ársskýrsla 1991, bls. 104, mál nr. 365/1990.
Afhending pósts til annarra en skráðra viðtakenda.
13. Ársskýrsla 1991, bls. 116, mál nr. 293/1990.
Kaupskrárnefnd.
14. Ársskýrsla 1992, bls. 40, mál nr. 497/1991.
Frestun á réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar skv. byggingarlögum.
15. Ársskýrsla 1992, bls. 111, mál nr. 436/1991.
Lagaákvæði um skemmtanaleyfi.
16. Ársskýrsla 1992, bls. 151, mál nr. 382/1991.
Bótaréttur þess sem ranglega er gengið framhjá við stöðuveitingu.
17.-20. Ársskýrsla 1992, bls. 189, árskýrsla 1994, bls. 239, 244 og 254, mál nr. 78/1989, 714/1992, 840/1993, 826/1993. Gatnagerðargjöld.
21. Ársskýrsla 1992, bls. 230, mál nr. 649/1992.
Gjald fyrir löggildingu endurskoðenda.
22. Ársskýrsla 1992, bls. 304, mál nr. 481/1991.
Tollverð notaðra bifreiða.
23. Ársskýsla 1992, bls. 312, mál nr. 621/1992.
Stjórnsýslukæra til ríkistollanefndar.
24. Ársskýrsla 1993, bls. 83, mál nr. 753/1993.
Viðmiðunarreglur gjafsóknarnefndar.
25. Ársskýrsla 1993, bls. 105, mál nr. 524/1991.
Starfshættir húsnæðismálastjórnar.
26. Ársskýrsla 1993, bls. 249, mál nr. 820/1993.
Endurgreiðsla oftekins fjár.
27. Ársskýrsla 1994, bls. 41, mál nr. 1071/1994.
Atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs.
28. Ársskýrsla 1994, bls. 104, mál nr. 818/1993.
Eftirlit Húsnæðisstofnunar ríkisins með framkvæmdum og húsbyggingum byggingarsamvinnufélaga.
29. Ársskýrsla 1994, bls. 172, mál nr. 931/1993.
Skráning mannanafna í þjóðskrá Hagstofu Íslands.
30. Ársskýrsla 1994, bls. 261, mál nr. 877/1993.
Málskotsréttur til óháðs úrskurðaraðila (yfirskattanefndar).
31. Ársskýrsla 1994, bls. 295, mál nr. 761/1993.
Stjórnsýsla í grunnskóla.
32. Ársskýrsla 1995, bls. 360, mál nr. 1084/1994.
Lögræðislög. Skipan lögráðamanna.
33. Ársskýrsla 1995, bls. 394, mál nr. 1063/1994.
Gjaldtaka samkvæmt lögum nr. 57/1988, um framhaldsskóla.
34. Ársskýrsla 1995, bls. 97, mál nr. 1189/1994.
Úrlausn um rof skilyrða reynslulausnar.
35. Ársskýrsla 1995, bls. 364, mál nr. 928/1993.
Nauðungarvistun á sjúkrahúsi.
36. Ársskýrsla 1995, bls. 313, mál nr. 1097/1994.
Starfsumsóknir þeirra, sem óska nafnleyndar.
37. Ársskýrsla 1995, bls. 151, mál nr. 1302/1994.
Málskot til barnaverndarráðs.
38. Ársskýrsla 1995, bls. 260, mál nr. 1169/1994.
Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar. Skemmtanaleyfi.

1. Ársskýrsla 1988, bls. 23, mál nr. 35/1988.

Ábending um breytingar á lagareglum um gjafsókn.
Hinn 20. september 1988 ritaði ég dóms- og kirkjumálaráðherra bréf og vakti athygli hans á því, að í 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. reglna nr. 82/1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, væri kveðið svo á, að varðaði kvörtun réttarágreining, sem ætti undir dómstóla og eðlilegt væri að þeir leystu úr, gæti umboðsmaður lokið máli með ábendingu um það. Væri umboðsmanni heimilt að leggja til við dómsmálaráðuneytið að það veitti gjafsókn í því skyni.
Í nefndaráliti allsherjarnefndar um fyrrnefndar reglur kemur meðal annars fram, að nefndin leggi mikla áherslu á, að umboðsmaður Alþingis fái heimild til að veita gjafsókn, þar sem um nýtt embætti sé að ræða, sem ætlað sé að stuðla að réttarbótum í þjóðfélaginu og treysta rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Gerði nefndin að tillögu sinni, að næsta reglulega Alþingi tæki til sérstakrar athugunar ákvæði XI. kafla laga nr. 85/1936, um gjafsókn (Alþt. 1986-1987, A-deild, bls. 3896). Af þessari endurskoðun varð hins vegar ekki.
Með lögum nr. 91/1991 voru sett ný lög um meðferð einkamála. Í XX. kafla laganna er fjallað um gjafsókn. Þar er heldur ekki að finna ákvæði, sem veitir dóms- og kirkjumálaráðherra heimild til þess að veita gjafsókn að tillögu umboðsmanns Alþingis.

2. Ársskýrsla 1988, bls. 45, mál nr. 70/1988.

Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum.
Hinn 29. desember 1989 ritaði ég forsætisráðherra og forsetum Alþingis samhljóða bréf, þar sem vakin var athygli þeirra á ófullkomnum ákvæðum til verndar mannréttindum í íslenskum lögum. Þannig vantaði í íslensku stjórnarskrána almenn ákvæði um veigamikil mannréttindi, svo sem skoðanafrelsi, jafnrétti, bann við afturvirkum refsilögum, vernd fjölskyldulífs og rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Ákvæði íslensku stjórnarskárinnar um félagsleg mannréttindi væru og fábrotin. Þá væru mörg mannréttindaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar ófullkomin, svo sem um trúfrelsi, rétt handtekinna manna, friðhelgi heimilis, prentfrelsi og um félagafrelsi. Tilgreindi ég nokkur dæmi sem betur mættu fara. Ég vísaði til þess, að Ísland væri aðili að þýðingarmiklum alþjóðasamningum um mannréttindi, en íslensk lög gengju a.m.k. að ýmsu leyti skemmra í vernd mannréttinda en þeir. Gæti þetta valdið vanda í lagaframkvæmd hér á landi og jafnframt orðið til þess að íslenska ríkið yrði dregið til ábyrgðar fyrir þeim alþjóðastofnunum, sem ætlað væri að framfylgja nefndum mannréttindasamningum. Ég benti á, að úrbætur gætu orðið með endurskoðun mannréttindaákvæða íslensku stjórnarskrárinnar en einnig kæmi til greina að taka umrædda mannréttindasáttmála eða hluta þeirra í íslensk lög.
Með lögum nr. 64/1994 var Mannréttindasáttmála Evrópu veitt lagagildi á Íslandi. Að þessu er vikið í skýrslu minni fyrir árið 1993, bls. 9. Með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995 voru mannréttindaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar endurskoðuð.

3. Ársskýrsla 1989, bls. 90, mál nr. 83/1989.

Sáttaumleitan vegna hjónaskilnaðar.
Með lögum nr. 28/1981, um breytingu á lögum nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði, voru sáttanefndir lagðar niður. Af þeim sökum var þess ekki kostur, að fólk gæti leitað til aðila, sem ekki starfaði í tengslum við trúfélög, um sáttatilraun vegna hjónaskilnaðar, en 44. gr. laga nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar, var hins vegar reist á því meginsjónarmiði, að þess skyldi völ. Ég taldi, að um væri að ræða meinbugi á gildandi lögum og að nauðsynlegt væri að úr því yrði bætt.
Með lögum nr. 132/1989, um breyting á lögum um stofnun og slit hjúskapar, var ákvæði 1. mgr. 44. gr. laganna breytt á þá lund, að auk þess að geta leitað til presta og löggiltra forstöðumanna trúfélaga gætu hjón, ef annað eða bæði væru utan trúfélaga, leitað til yfirvalds um sættir, áður en til skilnaðar kæmi samkvæmt ákvæðinu. Ákvæði hliðstæðs efnis er nú í 4. mgr. 42. gr. Hjúskaparlaga, nr. 31/1993.

4. Ársskýrsla 1990, bls. 87, mál nr. 104/1989.

Tegundarprófun símtækja.
Með fjarskiptalögum nr. 73/1984 var innflutningur og verslun með notendabúnað gefinn frjáls. Póst- og símamálastofnuninni var með lögum þessum falið eftirlit með því að seldur búnaður uppfyllti tæknikröfur, en stofnunin jafnframt skylduð til að hafa sjálf slíkan búnað á boðstólum. Ég benti á, að ástæða væri til að þessi skipan yrði endurskoðuð með hliðsjón af þeim viðhorfum, sem fram kæmu í lögum nr. 56/1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, svo og einnig jafnræðisreglum stjórnarfarsréttar.
Eins og nánar greinir í ársskýrslu 1992, bls. 326, voru sett lög nr. 32/1993, um breytingar á lögum um fjarskipti, nr. 73/1984. Með þessum lögum var sett á fót sérstök stofnun, Fjarskiptaeftirlit ríkisins, sem falið var meðal annars að annast um tegundarprófun símtækja.

5. Ársskýrsla 1990, bls. 93, mál nr. 102/1980.

Tannlæknakostnaður fanga.
Borin var fram kvörtun f.h. fangans A yfir því, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafði synjað að greiða kostnað við tannviðgerðir fanga. Það var niðurstaða mín í málinu, að ákvæði 5. tölul. 2. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist, legðu þá skyldu á fangelsismálastofnun að sjá til þess, að í fangelsum væri veitt sú heilbrigðisþjónusta, sem lög nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, kvæðu á um, þ. á m. þjónusta tannlækna. Aftur á móti kom ekki fram í lögum, hver greiða ætti fyrir heilsugæslu fanga. Ég vakti athygli Alþingis, dóms- og kirkjumálaráðherra, svo og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á þessum meinbugum á lögum.

6. Ársskýrsla 1990, bls. 97, mál nr. 170/1989.

Agaviðurlög í fangelsum.
Ég taldi, að ákvörðun um agaviðurlög í fangelsum samkvæmt 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist, gæti hæglega farið í bága við ákvæði 5. og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Kom ég þeirri ábendingu á framfæri við dóms- og kirkjumálaráðherra og Alþingi, að samræma þyrfti ákvæði íslenskra laga fyrrnefndum ákvæðum sáttmálans. Væri þá jafnframt rétt að taka almennt til athugunar á ný, hvernig haga bæri ákvörðun agaviðurlaga á hendur föngum meðal annars með tilliti til sjónarmiða um samkvæmni, sanngirni og réttaröryggi.
Eins og nánar er gert grein fyrir í árskýrslu 1991, bls. 170, voru sett lög nr. 31/1991, um breyting á lögum um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988, þar sem breytt var meðal annars ákvæðum 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist.
Ég taldi, að ákvörðun um agaviðurlög í fangelsum samkvæmt 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist, gæti hæglega farið í bága við ákvæði 5. og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Kom ég þeirri ábendingu á framfæri við dóms- og kirkjumálaráðherra og Alþingi, að samræma þyrfti ákvæði íslenskra laga fyrrnefndum ákvæðum sáttmálans. Væri þá jafnframt rétt að taka almennt til athugunar á ný, hvernig haga bæri ákvörðun agaviðurlaga á hendur föngum meðal annars með tilliti til sjónarmiða um samkvæmni, sanngirni og réttaröryggi. Eins og nánar er gert grein fyrir í árskýrslu 1991, bls. 170, voru sett lög nr. 31/1991, um breyting á lögum um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988, þar sem breytt var meðal annars ákvæðum 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist. . Ég taldi, að ákvörðun um agaviðurlög í fangelsum samkvæmt 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist, gæti hæglega farið í bága við ákvæði 5. og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Kom ég þeirri ábendingu á framfæri við dóms- og kirkjumálaráðherra og Alþingi, að samræma þyrfti ákvæði íslenskra laga fyrrnefndum ákvæðum sáttmálans. Væri þá jafnframt rétt að taka almennt til athugunar á ný, hvernig haga bæri ákvörðun agaviðurlaga á hendur föngum meðal annars með tilliti til sjónarmiða um samkvæmni, sanngirni og réttaröryggi. Eins og nánar er gert grein fyrir í árskýrslu 1991, bls. 170, voru sett lög nr. 31/1991, um breyting á lögum um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988, þar sem breytt var meðal annars ákvæðum 26. gr. laga nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist.

7. Ársskýrsla 1990, bls. 129, mál nr. 171/1989.

Ákvörðun ríkissaksóknara um niðurfellingu máls.
Ég taldi, að ekki væru rök til að finna að þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að fella niður mál án frekari rannsóknar, þar sem hæpið væri að í gildandi lögum hefði verið viðhlítandi heimild til refsingar fyrir þá háttsemi, sem læknirinn X var sakaður um. Aftur á móti vakti ég athygli Alþingis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og landlæknis á því, að í lög skorti viðhlítandi heimildir til að refsa fyrir misneytingu læknis gagnvart sjúklingi með hliðstæðum hætti og væri, ef brot læknisins væri í opinberu starfi. Taldi ég, að ástæða væri til að endurskoða refsiákvæði læknalaga í þessu ljósi.
Með bréfi, dags. 13. júlí 1996, tilkynnti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mér, að til athugunar væri í ráðuneytinu hvort misneyting læknis gagnvart sjúklingi félli undir XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og honum var breytt með lögum nr. 40/1992. Að öðrum kosti yrði það skoðað hvort þörf væri á lagabreytingu, svo heimilt væri að refsa lækni fyrir misneytingu gagnvart sjúklingi, burt séð frá því hvort læknir væri opinber starfsmaður eða ekki.

8. Ársskýrsla 1990, bls. 197, mál nr. 86/1989.

Vextir og verðbætur á ofgreiddu skattfé.
Það var niðurstaða mín í málinu, að því er snerti endurgreiðslu á ofgreiddu staðgreiðslufé og vexti og verðbætur í því sambandi, að lagareglur, sem um þetta giltu, gætu leitt til mismununar eftir því, hvort um væri að ræða endurgreiðslu á staðgreiðslu skv. 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, eða endurgreiðslu að lokinni álagningu, sbr. 34. gr. sömu laga og 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Taldi ég nauðsynlegt að leitað yrði leiða til þess að ráða bót á þessu.
Með lögum nr. 31/1995, um breytingar á lögum er varða rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum, voru samræmdar betur reglur um vexti og verðbætur á ofgreiddu skattfé í lögum nr. 45/1987, með síðari breytingum, og lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum.
Það var niðurstaða mín í málinu, að því er snerti endurgreiðslu á ofgreiddu staðgreiðslufé og vexti og verðbætur í því sambandi, að lagareglur, sem um þetta giltu, gætu leitt til mismununar eftir því, hvort um væri að ræða endurgreiðslu á staðgreiðslu skv. 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, eða endurgreiðslu að lokinni álagningu, sbr. 34. gr. sömu laga og 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Taldi ég nauðsynlegt að leitað yrði leiða til þess að ráða bót á þessu. Með lögum nr. 31/1995, um breytingar á lögum er varða rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum, voru samræmdar betur reglur um vexti og verðbætur á ofgreiddu skattfé í lögum nr. 45/1987, með síðari breytingum, og lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum. Það var niðurstaða mín í málinu, að því er snerti endurgreiðslu á ofgreiddu staðgreiðslufé og vexti og verðbætur í því sambandi, að lagareglur, sem um þetta giltu, gætu leitt til mismununar eftir því, hvort um væri að ræða endurgreiðslu á staðgreiðslu skv. 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, eða endurgreiðslu að lokinni álagningu, sbr. 34. gr. sömu laga og 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Taldi ég nauðsynlegt að leitað yrði leiða til þess að ráða bót á þessu. Með lögum nr. 31/1995, um breytingar á lögum er varða rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum, voru samræmdar betur reglur um vexti og verðbætur á ofgreiddu skattfé í lögum nr. 45/1987, með síðari breytingum, og lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum.

9. Ársskýrsla 1990, bls. 202, mál nr. 176/1989.

Skráning og gjaldskylda færanlegra krana.
Ég vakti athygli á því, að af hálfu stjórnvalda væru færanlegir kranar bæði taldir ökutæki og vinnuvél. Það leiddi til þess að tryggja þurfti tiltekinn krana ábyrgðartryggingu í sama flokki og vörubifreið. Jafnframt var kraninn tryggður sem vinnuvél. Þá þurfti einnig að greiða þungaskatt af krananum og gjöld til Vinnueftirlits ríkisins.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilkynnti mér með bréfi, dags. 13. janúar 1992, að gerð hefði verið breyting á reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sett í hana nýtt ákvæði um skilgreiningu ökutækja. Ákvæðinu væri ætlað að vera til skýringar og fyllingar við flokkun ökutækja, þ. á m. um það, hvort ökutæki teldist bifreið eða vinnuvél.

10. Ársskýrsla 1991, bls. 17, mál nr. 80/1989.

Valdsvið framkvæmdastjórnar Ferðamálaráðs.
Ég taldi ástæðu til þess að vekja athygli Alþingis og samgönguráðherra á því, að þörf væri á að endurskoða lög um skipulag ferðamála með það fyrir augum að setja skýrari fyrirmæli um valdsvið framkvæmdastjórnar Ferðamálaráðs. Í lögunum væri aðeins fjallað um skipan framkvæmdastjórnarinnar, en ekki um hlutverk og valdsvið hennar gagnvart Ferðamálaráði eða ferðamálastjóra. Væri þessi annmarki til þess fallinn að valda réttaróvissu. Sett hafa verið lög nr. 117/1994, um skipulag ferðamála. Í þeim er að finna ákvæði um hlutverk og valdsvið framkvæmdastjórnar Ferðamálaráðs.

11. Ársskýrsla 1991, bls. 26, mál nr. 384/1991.

Afturköllun löggildingar vigtarmanns.
Ég taldi, að lög nr. 60/1915, um löggilta vigtarmenn, væru afar ófullkomin. Þar væri til dæmis ekki fjallað um þau hæfisskilyrði, sem maður yrði að uppfylla til þess að geta fengið og haldið löggildingu sem vigtarmaður, og ekki væri þar heldur að finna neinar reglur um réttindi og skyldur vigtarmanna. Slík atriði væri mun eðlilegra að hafa í lögum en í stjórnvaldsfyrirmælum. Taldi ég því að endurskoða bæri lög nr. 60/1915.
Eins og fram kemur í ársskýrslu 1992, bls. 327, voru sett nánari ákvæði um löggilta vigtarmenn í IV. kafla laga nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu.

12. Ársskýrsla 1991, bls. 104, mál nr. 365/1990.

Afhending pósts til annarra en skráðra viðtakenda. Ég taldi að í ákvæðum 22., 86. og 88. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978 fælist nægjanleg heimild, skv. undirstöðurökum þeirra, fyrir skiptaráðanda til að gera ráðstafanir til að fá afhentan frá Póst- og símamálastofnun póst þrotamanns, sem teldist til þeirra eigna hans, er féllu undir skiptin. Hins vegar væri hvorki í póstlögum nr. 33/1986 né gjaldþrotalögum viðhlítandi lagastoð fyrir fyrirmælum í reglugerð nr. 161/1990, um póstþjónustu, um heimild póstyfirvalda til að afhenda skiptaráðendum póst þrotamanns. Taldi ég þörf á því að endurskoða gildandi póstlög með það fyrir augum að setja skýrari ákvæði í lög um heimild Póst- og símamálastofnunar til þess að afhenda póstsendingar öðrum en skráðum viðtakendum. Mæltist ég til þess að samgönguráðuneytið og Póst- og símamálastofnunin hygði að breytingum á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum í þeim efnum.
Samgönguráðuneytið hefur upplýst, að nú standi yfir heildarendurskoðun á póstlögum nr. 33/1986 með síðari breytingum og þar verði skýrari ákvæði um afhendingu póstsendinga til annarra en skráðra viðtakenda.

13. Ársskýrsla 1991, bls. 116, mál nr. 293/1990.

Kaupskrárnefnd. Í máli, er snerti úrskurði Kaupskrárnefndar um starfsmenn Varnarliðsins, vakti það athygli mína að reglur skorti um starfssvið Kaupskrárnefndar og málsmeðferð hjá henni. Ég vakti athygli Kaupskrárnefndar og utanríkisráðherra á þessu og beindi þeim tilmælum til þeirra, að tekið yrði til athugunar, hvort ekki væri rétt að setja reglur um þessi atriði.
Af framangreindu tilefni setti utanríkisráðherra reglur nr. 708/1994, um kaupskrárnefnd varnarsvæða.

14. Ársskýrsla 1992, bls. 40, mál nr. 497/1991.

Frestun á réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar skv. byggingarlögum.
Ég tók fram í álitinu, varðandi meðferð umhverfisráðuneytisins á kæru vegna byggingarleyfis, að í ólögfestum tilvikum yrði að telja að æðra stjórnvald hefði oft heimild til að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar, meðan kæra væri til meðferðar hjá því, ef sérstakar ástæður mæltu með því. Taldi ég að slík heimild væri t.d. fyrir hendi, þegar hvort tveggja væri, að heimild væri til kæru máls til æðra stjórnvalds og hið æðra stjórnvald færi jafnframt með yfirstjórn þeirra mála, sem um væri að ræða, og gæti í sumum tilvikum tekið upp mál til meðferðar að eigin frumkvæði. Þegar æðra stjórnvald hefði slíkt vald og gæti bæði fellt ákvörðun lægra stjórnvalds úr gildi og tekið nýja ákvörðun, yrði að líta svo á, að æðra stjórnvald gæti þá gert það, sem minna væri, að fresta réttaráhrifum ákvarðana lægra stjórnvalds, meðan mál væri til kærumeðferðar hjá því, ef sérstakar ástæður mæltu með því. Þar sem telja yrði, að umhverfisráðuneytið hefði að meginstefnu slíka stöðu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, yrði að líta svo á, að það hefði heimild til að fresta réttaráhrifum ákvörðunar lægra stjórnvalds í byggingarmálum, meðan þau væru til kærumeðferðar í ráðuneytinu, ef sérstakar ástæður mæltu með því. Í því sambandi væri ástæða til að árétta, að kæruheimild til ráðuneytisins yrði í sumum tilvikum þýðingarlaus í raun, væri frestunarheimild ekki til að dreifa. Ég vakti athygli Alþingis og umhverfisráðherra á því, að ekki væri skýrt ákvæði í byggingarlögum um slíka frestunarheimild umhverfisráðherra á kærðum ákvörðunum. Þar þyrfti að taka af allan vafa.
Í 29. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur verið sett almennt ákvæði um heimild til þess að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar, meðan kæra er til meðferðar, þegar ástæður mæla með því.

15. Ársskýrsla 1992, bls. 111, mál nr. 436/1991.

Lagaákvæði um skemmtanaleyfi.
Ég rakti í álitinu lagareglur um skemmtanaleyfi, m.a. ákvæði reglugerðar nr. 587/1987, um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum, en reglugerðin var sett með stoð í 8. og 11. gr. laga nr. 56/1972, um lögreglumenn, og 1. gr. laga nr. 120/1947, um heimild til þess að marka skemmtunum og samkomum tíma. Ég vakti athygli Alþingis og dóms- og kirkjumálaráðherra á því, að lagaákvæði um skemmtanaleyfi væru afar ófullkomin og að nauðsynlegt væri, að ofangreind reglugerð hefði skýra lagastoð. Vísaði ég í því sambandi til þess að ákvæði reglugerðinnar gætu í sumum tilvikum verið mjög íþyngjandi í garð borgaranna. Þá taldi ég að mörg af ákvæðum reglugerðarinnar væri eðlilegra að hafa í lögum en í reglugerð. Þyrfti þannig að koma fram í lögum, í hvaða tilvikum þyrfti skemmtanaleyfi, hvaða almenn skilyrði þyrfti að uppfylla til þess að fá skemmtanaleyfi, hvaða sérstökum skilyrðum heimilt væri að binda skemmtanaleyfi, í hvaða tilvikum afturkalla mætti slíkt leyfi og hvaða heimild lögregluyfirvöld skyldu hafa til að slíta skemmtunum. Þá væri æskilegt, ef ætlunin væri að láta leyfishafa greiða einhvern kostnað af löggæslu, að setja mun skýrari og ítarlegri reglur um það en kæmu fram í 8. gr. laga 56/1972, um lögreglumenn.
Í 34. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 hafa verið sett ákvæði um sérstakan löggæslukostnað. Samkvæmt ákvæðinu er lögreglustjóra heimilt að binda skemmtanaleyfi því skilyrði að lögreglumenn verði á skemmtistað og jafnframt að leyfishafi greiði kostnað af þeirri löggæslu samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur. Lögin öðlast gildi 1. júlí 1997, sbr. 42. gr. laganna.
Með bréfi, dags. 15. júlí 1996, tilkynnti dóms- og kirkjumálaráðuneytið mér, að hinn 20. september 1995 hefði dóms- og kirkjumálaráðherra skipað nefnd til að gera tillögur um endurskoðun á gildandi lagareglum um skilyrði fyrir veitingu leyfis til áfengisveitinga og um rekstur skemmtistaða. Hefði nefndinni einnig verið falið að gera tillögur um eftirlit með áfengisveitingahúsum og gjaldtöku í því sambandi. Þá væri það m.a. hlutverk nefndarinnar að gera tillögur um endurskoðun reglna um skemmtanaleyfi. Fyrirhugað væri að nefndin skilaði drögum að lagafrumvarpi er lyti að þeim atriðum, sem fram kæmu í framangreindu áliti í ágústmánuði 1996. Yrðu þá tillögur nefndarinnar teknar til athugunar í ráðuneytinu.

16. Ársskýrsla 1992, bls. 151, mál nr. 382/1991.

Bótaréttur þess sem ranglega er gengið framhjá við stöðuveitingu.
Ég komst að þeirri niðurstöðu í álitinu að með ráðningu tiltekins manns í tollvarðarstöðu hefði verið gengið fram hjá hæfari umsækjendum um stöðuna. Hefði ákvörðun veitingarvaldsins verið ótæk bæði um undirbúning og niðurstöðu, þar sem í veigamiklum atriðum hefði verið brotið í bága við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Vísaði ég til þess, að þegar gengið væri fram hjá þeim umsækjanda, sem hæfastur væri, gæti það bakað stjórnvaldi bótaskyldu gagnvart honum, ef fjártjón sannaðist. Slíkur bótaréttur væri umsækjanda hins vegar oft haldlítill, þar sem iðulega væri aðeins um miska að ræða. Í lögum væri ekki að finna viðhlítandi lagaheimild til að bæta miska í slíkum tilvikum, þegar frá væru talin lög nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Taldi ég, að í lögum ætti að vera víðtækari heimild til að bæta miska, þegar stjórnvöld hefðu brotið rétt á mönnum við stöðuveitingar.
Eins og nánar greinir í ársskýrslu 1992, bls. 158, ritaði fjármálaráðuneytið mér bréf, dags. 12. mars 1993, þar sem fram kemur, að í tengslum við heildarendurskoðun á lögum nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, yrði athugað sérstaklega, hvort ástæða væri til að setja í lög heimildir til að bæta miska, þegar stjórnvöld hefðu brotið rétt á mönnum við stöðuveitingar.
Með lögum nr. 70/1996, voru sett ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í þeim er ekki að finna heimild til að bæta miska við framangreindar aðstæður.

17.-20. Ársskýrsla 1992, bls. 189, árskýrsla 1994, bls. 239, 244 og 254, mál nr. 78/1989, 714/1992, 840/1993, 826/1993.

Gatnagerðargjöld.
Ég taldi, að ekki væri lagaheimild til að leggja á og innheimta svonefnt B-gatnagerðargjald, fyrr en lokið væri þeim framkvæmdum, sem greindi í 4. gr. laga nr. 51/1974, um gatnagerðargjöld. Þá væri ekki í lögum heimild til álagningar og innheimtu sérstaks gatnagerðargjalds, ef það væri lagt á í einu lagi vegna slitlags og lagningar gangstéttar, fyrr en báðum þessum verkþáttum væri lokið. Ég taldi, að verulegur vafi léki á, að fyrirmæli í 1. og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 319/1981, um gatnagerðargjöld í Siglufirði, fengju yfirleitt samrýmst 4. gr. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 51/1974. Sami vafi risi um gildi samskonar eða svipaðra ákvæða í mörgum öðrum reglugerðum um gatnagerðargjöld. Þar við bættist, að ákvæði 4. og 5. gr. laga nr. 51/1974 um fjárhæð gjalds, sem innheimta mætti samkvæmt 3. gr., væru ekki skýrt orðuð og tengsl milli efnisreglna þeirra óljós. Taldi ég, að óviðunandi óvissa væri um skilyrði laga til álagningar og heimtu sérstaks gatnagerðargjalds samkvæmt 3. gr. laga nr. 51/1974 og ýmsum reglugerðum settum með heimild í þeim lögum. Þá væri sá galli á stjórnsýsluframkvæmd, að vegna afstöðu félagsmálaráðuneytisins ættu gjaldendur þess engan kost að skjóta álagningu gatnagerðargjalds til æðra stjórnvalds. Taldi ég, að brýnt væri að endurskoða lög nr. 51/1974 og vakti athygli Alþingis og félagsmálaráðherra á því. Afstöðu mína ítrekaði ég síðar í þremur málum, sem fjallað er um í ársskýrslu 1994, bls. 239, 244 og 254.
Sett voru ný heildarlög um gatnagerðargjöld með lögum nr. 17/1996, um gatnagerðargjöld. Samkvæmt 5. gr. laganna getur aðili máls skotið ákvörðun sveitarstjórnar um álagningu gatnagerðargjalds til úrskurðar félagsmálaráðherra.

21. Ársskýrsla 1992, bls. 230, mál nr. 649/1992.

Gjald fyrir löggildingu endurskoðenda.
Í álitinu tók ég fram, að þau mistök hefðu orðið við setningu laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, að kveðið væri á um gjald fyrir löggildingu endurskoðenda á tveimur stöðum, annars vegar í 10. tl. 10. gr. laganna, þar sem gjaldið var tiltekið kr. 25.000,-, og hins vegar í 9. tl. 10. gr. laganna, þar sem gjaldið var tiltekið kr. 75.000,-. Væru þessar reglur ósamrýmanlegar. Í niðurstöðu álitsins komst ég að þeirri niðurstöðu, að taka bæri kr. 25.000,- fyrir löggildingu endurskoðenda skv. 10. tl. 10. gr. laga nr. 88/1991. Vakti ég athygli forseta Alþingis og fjármálaráðherra á þeim "meinbugum", sem væru á 9. og 10. tl. 10. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs.
Með lögum nr. 51/1994, um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum, var ákvæði 10. gr. laganna breytt. Eftir lagabreytinguna þarf að greiða kr. 5.000 fyrir útgáfu leyfa og skírteina vegna veitingar atvinnuréttinda og tengdra réttinda.

22. Ársskýrsla 1992, bls. 304, mál nr. 481/1991.

Tollverð notaðra bifreiða.
Í álitinu rakti ég þær skýringar fjármálaráðuneytisins varðandi reglur um tollverð notaðra bifreiða, að þar sem töluverð brögð hefðu verið að því, að upp hefðu verið gefnar rangar upplýsingar um kaupverð slíkra ökutækja við innflutning, hefðu verið settar reglur, sem vikju frá þeirri meginreglu tollalaga, að vörureikningur skyldi lagður til grundvallar tollverði. Þeirri skipan var komið á, að tollverð skyldi vera matsverð bifreiðar að viðbættu flutningsgjaldi til landsins, vátryggingargjaldi svo og öðrum kostnaði. Matsverð skyldi vera fob-verð nýjustu árgerðar ökutækis af sömu tegund að frádreginni fyrningu, sem væri reiknaður hundraðshluti fyrir hvern aldursmánuð ökutækis. Af þessum sökum þurfti að veita innflytjendum notaðra ökutækja upplýsingar um fob-verð nýrra bifreiða. Ég taldi, að slíkar upplýsingar yrði almennt að telja þess eðlis, að réttmætir hagsmunir bifreiðaumboða krefðust þess, að leynd hvíldi á um slík viðskiptakjör þeirra. Ég benti hins vegar á, að innflytjendur notaðra ökutækja hefðu hins vegar hagsmuni af því, að ekki léki vafi á, hvert tollverð ökutækis væri, en til þess að reikna mætti það út, skv. fyrrnefndum reglum, yrðu upplýsingar um fob-verð nýjustu árgerða ökutækja af sömu tegund að vera aðgengilegar. Árekstrar milli þessara andstæðu hagsmuna væru því óhjákvæmilegir. Ég tók fram, að eitt af markmiðum tollalaga nr. 55/1987 hefði einmitt verið að eyða óvissu um tollverð vara í samræmi við 7. gr. GATT-samkomulagsins og Tollverðssamþykktarinnar, og samrýmdist því þessi skipan illa markmiði tollalaganna. Tollyfirvöld höfðu brugðist við þessum vanda með því að takmarka heimild starfsmanna tollyfirvalda til að veita upplýsingar um fob-verð nýrra bifreiða og sett starfsreglur í því sambandi. Ég benti hins vegar á, að framkvæmd tollyfirvalda í landinu virtist hins vegar ekki hafa verið samræmd um það, í hvaða tilvikum slíkar upplýsingar skyldu veittar. Af þessum sökum beindi ég þeim tilmælum til fjármálaráðuneytisins, að réttarreglur um tollverð notaðra ökutækja yrðu teknar til endurskoðunar með það fyrir augum að leysa framangreind vandamál. Færi hins vegar svo, að fjármálaráðuneytið teldi óhjákvæmilegt að miða tollverð notaðra bifreiða við fob-verð nýrra bifreiða, bæri brýna nauðsyn til að settar yrðu skýrar reglur um það, hverjum veita mætti upplýsingar um þetta verð og þá nánar í hvaða tilvikum og með hvaða hætti.
Eins og nánar greinir í ársskýrslu 1994, bls. 417, var 2. mgr. 12. gr. laga nr. 55/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 96/1987, felld úr gildi með 5. gr. laga nr. 87/1995, um breytingar á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Brast þar með lagastoð fyrir reglugerð nr. 261/1991, um tollverð notaðra ökutækja. Við álagningu aðflutningsgjalda ber því að gildandi lögum að leggja til grundvallar viðskiptaverð hinnar notuðu bifreiðar.

23. Ársskýrsla 1992, bls. 312, mál nr. 621/1992.

Stjórnsýslukæra til ríkistollanefndar.
Ég tók að eigin frumkvæði til athugunar skilyrði stjórnsýslukæru til ríkistollanefndar. Tilefnið var að ég hafði orðið þess var við athuganir á kvörtunum og ábendingum, sem mér höfðu borist, hve þröng kæruheimild innflytjenda væri skv. 100. og 101. gr. tollalaga nr. 55/1987. Meðal skilyrða þess, að ríkistollanefnd tæki mál til efnismeðferðar væri, að tollstjóri hefði kveðið upp úrskurð í málinu skv. 100. gr. tollalaga. Til að tollstjóri tæki mál til kæranlegs úrskurðar yrði hins vegar sending eða vara að vera í vörslu farmflytjanda eða póststofnunar, eða tollstjóri að hafa veitt sérstaka heimild til afhendingar hennar þrátt fyrir fram komna kæru, sbr. 2. ml. 100. gr. tollalaga. Skilyrði þetta var rökstutt með því, að illmögulegt gæti verið að staðreyna, hvernig vara hefði verið úr garði gerð, er hún var tekin til tollmeðferðar, en aðflutningsgjöld miðuðust við tollflokkun á því tímamarki. Ég taldi skilyrðið ganga mun lengra en nauðsyn væri til. Benti ég á í því sambandi, að ágreiningur, sem borinn væri undir tollyfirvöld, væri ekki alltaf um gerð vöru, og jafnvel þegar svo stæði á, kynni innflytjandi að geta framvísað vörunni og sýnt fram á með nokkuð tryggum hætti, að hún hefði ekki tekið breytingum. Taldi ég því æskilegt, að umrædd skilyrði 2. ml. 100. gr. tollalaga yrðu tekin til endurskoðunar. Þá taldi ég þörf á að kanna, hvort ekki væri ástæða til að heimila kæru á ákvörðunum ríkistollstjóra skv. 142. gr. tollalaga nr. 55/1987, þ.e. bindandi upplýsingum ríkistollstjóra um tollflokkun vöru samkvæmt ósk innflytjanda. Ég áleit einnig nauðsyn bera til að endurákvarðanir tollstjóra á tolli, skv. 99. gr. tollalaga nr. 55/1987, yrðu kæranlegar til ríkistollanefndar.
Með lögum nr. 69/1996, um breyting á tollalögum, nr. 55 3. mars 1987, með síðari breytingum, var breytt ákvæðum laga um skilyrði kæru til tollstjóra og stjórnsýslukæru til ríkistollanefndar. Lög nr. 69/1996, hafa í för með sér, að heimilt verður að kæra til ríkistollanefndar endurákvörðun ríkistollstjóra skv. 35. gr. tollalaga og ákvörðun tollstjóra um bindandi upplýsingar um tollflokkun vöru skv. 142. gr. tollalaga.

24. Ársskýrsla 1993, bls. 83, mál nr. 753/1993.

Viðmiðunarreglur gjafsóknarnefndar. Ég vakti í álitinu athygli Alþingis og dóms- og kirkjumálaráðherra á því, að lagaheimild skorti til að setja í reglugerð skýr viðmiðunarmörk um fjárhag umsækjanda sem skilyrði fyrir veitingu gjafsóknar. Það skilyrði a-liðar 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991, sem lyti að efnahag umsækjanda, væri annað af tveimur viðbótarskilyrðum laganna fyrir veitingu gjafsóknar. Ákvæðið hefði komið í stað 2. tl. 1. mgr. 172. gr. laga nr. 85/1936, sem setti það að skilyrði fyrir veitingu gjafsóknar, að umsækjandi væri svo illa stæður fjárhagslega, að hann mætti ekki vera án þess fjár, sem til málarekstursins færi. Ákvæði a-liðar 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 veittu nánari leiðbeiningar en áður hefðu verið um það, við hvað mat á efnahag umsækjanda gæti miðast. Þó væru hvorki í lögunum, eða reglugerð þeim tengdri, sett frekari viðmiðunarmörk um efnahag umsækjanda, svo sem um ákveðin tekju- eða eignamörk. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 91/1991 væri vísað til frumvarps til laga um opinbera réttaraðstoð, sem lagt var fram á 113. löggjafarþingi 1990, en var ekki afgreitt. Samkvæmt því frumvarpi var gert ráð fyrir, að sett yrði reglugerð til viðmiðunar um tekju- og eignamörk, til leiðbeiningar fyrir gjafsóknarnefnd. Slík heimild væri ekki í lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Ég taldi rök til þess að taka slíkt heimildarákvæði í lög, þar sem það yrði umsækjendum um gjafsókn til leiðbeiningar.
Með 4. gr. laga nr. 38/1994, um breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991, var bætt ákvæði við 2. mgr. 125. gr. laga nr. 91/1991, þess efnis, að dóms- og kirkjumálaráðherra gæti sett nánari reglur í reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar, þar á meðal um viðmiðunarmörk í mati hennar á skilyrðum fyrir gjafsókn skv. a-lið 1. mgr. 126. gr.

25. Ársskýrsla 1993, bls. 105, mál nr. 524/1991.

Starfshættir húsnæðismálastjórnar.
Ég aflaði upplýsinga um hraða á afgreiðslu mála, sem skotið hefði verið til húsnæðismálastjórnar, og taldi, að afgreiðsla þeirra allra, að einu undanskildu, hefði tekið of langan tíma, en dæmi voru um, að það hefði tekið eitt ár og fjóra mánuði að afgreiða mál. Af því tilefni beindi ég þeim tilmælum til húsnæðismálastjórnar og félagsmálaráðherra, að framkvæmd á þessu sviði yrði tekin til endurskoðunar í átt til meiri skilvirkni þannig að afgreiðsla málanna tæki almennt ekki lengri tíma en þrjá mánuði. Með vísan til 11. gr. reglna nr. 82/1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis, vakti ég athygli félagsmálaráðherra og Alþingis á þessum starfsháttum húsnæðismálastjórnar.
Eins og nánar er vikið að í ársskýrslu 1993, bls. 109, greindi félagsmálaráðuneytið mér frá því, að ákveðið hefði verið af hálfu húsnæðismálastjórnar að gera sérstakar ráðstafanir til að bæta þjónustu og gera afgreiðslu stofnunarinnar skilvirkari.

26. Ársskýrsla 1993, bls. 249, mál nr. 820/1993.

Endurgreiðsla oftekins fjár.
Ég vakti athygli Alþingis og fjármálaráðherra á því, að ekki nyti við settra lagareglna um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda. Fyrir lægju úrlausnir Hæstaréttar, þar sem endurgreiðslukröfu þess, sem ranglega hefði greitt opinber gjöld til ríkissjóðs, var hafnað, þar sem greiðslan hefði verið innt af hendi án fyrirvara. Ég tók fram, að enda þótt færa mætti veigamikil rök að því að slík regla væri ekki eðlileg í samskiptum ríkisins við greiðendur opinberra gjalda, yrði að ætla, að um gildandi rétt væri að ræða, nema honum yrði breytt með lögum eða niðurstöðu dómstóla. Taldi ég rétt að vekja athygli Alþingis og fjármálaráðherra á málinu.
Með lögum nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, voru lögfest þau nýmæli, að stjórnvöld, sem innheimta skatta eða gjöld, skyldu endurgreiða það fé, sem ofgreitt reyndist lögum samkvæmt ásamt vöxtum, óháð því hvort gjaldandi hefði greitt með fyrirvara eða ekki. Skulu stjórnvöld hafa frumkvæði að slíkum endurgreiðslum, þegar þeim verður ljóst, að ofgreitt hefur verið.

27. Ársskýrsla 1994, bls. 41, mál nr. 1071/1994.

Atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs.
Ég vakti athygli Alþingis og samgönguráðherra á því, að ég teldi, að við endurskoðun laga nr. 77/1989 ætti að taka til rækilegrar athugunar, hvort nægileg rök væru til að setja skilyrði um aldurshámark manna, sem leyfi hafa til leiguaksturs á svæðum þar sem takmarkanir gilda, en ekki annarra atvinnubifreiðastjóra. Þá taldi ég, að í því samhengi ætti að taka til sérstakrar athugunar stöðu þeirra, er fengið hefðu án fyrirvara og nýtt sér átölulaust í framkvæmd svokölluð "útgerðarleyfi", en í þeim fólst að leyfishafi hefði heimild til að ráða annan mann til aksturs leigubifreiðar hans, í skjóli eigin leyfis. Loks ítrekaði ég mikilvægi þess að stjórnsýsluframkvæmd, sem varði mikilvæg réttindi manna, væri skýr og örugg, svo og mikilvægi þess, að lög sett af Alþingi væru skýr og ótvíræð og reglur þær, sem lögfestar væru, almennar, skýrar og fyrirsjáanlegar og hefðu ekki afturvirk réttaráhrif til óhagræðis fyrir þá, sem réttinda nytu, er ný lög tækju gildi.
Með 5. tölul. 3. gr. laga nr. 61/1995, um leigubifreiðar, var lögfest, að þeir, sem ækju bifreið í leiguakstri skyldu vera 70 ára eða yngri. Samkvæmt 2. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna er þó heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa, ef hann telst hæfur til að stunda leiguakstur á grundvelli hæfnisprófs og læknisskoðunar eftir því sem nánar sé ákveðið í reglugerð. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða skulu þeir, sem stunda leiguakstur á fólksbifreið utan takmörkunarsvæða við gildistöku laganna, uppfylla skilyrði þeirra og afla sér atvinnuleyfis á árinu 1995.

28. Ársskýrsla 1994, bls. 104, mál nr. 818/1993.

Eftirlit Húsnæðisstofnunar ríkisins með framkvæmdum og húsbyggingum byggingarsamvinnufélaga. Ég vakti athygli Alþingis og félagsmálaráðherra á, að ákvæði 2. mgr. 99. gr. laga nr. 97/1993, er mæltu fyrir um eftirlit Húsnæðisstofnunar ríkisins með framkvæmdum og húsbyggingum byggingarsamvinnufélaga, væru ekki nægilega skýr, og því til þess fallin að valda réttaróvissu. Taldi ég brýnt, að ákvæði þessi yrðu endurskoðuð, sem og ákvæði reglugerðar nr. 90/1985, um byggingarsamvinnufélög, sem um þetta fjalla. Taldi ég sérstaka ástæðu til að árétta, að mikilvægt væri að lagaákvæði um opinbert eftirlit gæfu ávallt skýrlega til kynna, að hvaða þáttum eftirlitið skyldi snúa, hvernig haga bæri eftirlitinu, þ. á m. um upplýsingaöflun, og loks til hvaða úrræða stjórnvald gæti gripið, ef í ljós kæmi að eftirlitsskyld starfsemi væri ekki í samræmi við lög. Ákvæði 2. mgr. 99. gr. laga nr. 97/1993 uppfylltu ekki framangreind skilyrði.
Með 5. gr. laga nr. 150/1995, um breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12/1994 og nr. 58/1995, var umrædd málsgrein felld brott.

29. Ársskýrsla 1994, bls. 172, mál nr. 931/1993.

Skráning mannanafna í þjóðskrá Hagstofu Íslands. Fram kom, að nokkur munur væri við framkvæmd löggjafar um mannanöfn, þar sem full nöfn þeirra einstaklinga, sem heita mjög löngum nöfnum eða mörgum eiginnöfnum, yrðu ekki skráð í þjóðskrá. Ég taldi nauðsyn bera til, að tekið yrði til athugunar, hvort fært væri að breyta þessu. Yrði slíkum breytingum ekki komið við, taldi ég nauðsynlegt að settar yrðu skýrar reglur um það, með hvaða hætti skyldi brugðist við, þegar fullt nafn yrði ekki skráð í þjóðskrá.
Í álitinu tók ég fram, að samkvæmt 21. gr. laga nr. 37/1991, um mannanöfn, gæti Hagstofa Íslands heimilað að nafnritun væri breytt, án þess að um eiginlega nafnbreytingu væri að ræða, og skyldi við slíka breytingu á nafnritun farið eftir reglum, sem Hagstofan setti að höfðu samráði við mannanafnanefnd. Slíkar reglur höfðu ekki verið settar, en framkvæmd Hagstofu Íslands hafði verið fastmótuð um árabil. Ég taldi nauðsynlegt að slíkar reglur yrðu settar sem fyrst, þannig að þær væru aðgengilegar almenningi og að ekki ríkti óvissa um gildandi reglur á þessu sviði. Beindi ég þeim tilmælum til Hagstofu Íslands að slíkar reglur yrðu settar.
Eins og nánar er vikið að í árskýrslu 1994, bls. 179, gerði ráðherra Hagstofu Íslands mér grein fyrir því, að unnið væri að gerð nýs tölvukerfis fyrir Hagstofu Íslands og væri stefnt að því að stafarými fyrir nöfn yrði án takmarkana, en það var ekki raunhæfur kostur, er núverandi tölvukerfi var tekið upp.
Í grein I í ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 24/1996, um mannanöfn, er kveðið svo á, að Hagstofa Íslands, Þjóðskrá, skuli við gildistöku laganna setja reglur um skráningu nafna, þegar ekki er unnt að skrá nafn manns að fullu í þjóðskrá og ekki næst samkomulag um, hvernig með skuli fara.

30. Ársskýrsla 1994, bls. 261, mál nr. 877/1993.

Málskotsréttur til óháðs úrskurðaraðila (yfirskattanefndar).
Í álitinu rakti ég ákvæði um kæruheimild út af álagi á vanskilafé í staðgreiðslu, svo og ákvæði laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd. Ég tók fram, að þrátt fyrir það, að úrskurðarvald í ágreiningsmálum út af staðgreiðslu opinberra gjalda og vald til ákvörðunar sekta hefði verið lagt undir yfirskattanefnd, er hún var sett á stofn, hefði ekki verið hróflað við 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987. Taldi ég það þó orka tvímælis, að sú lagagrein gengi framar yngri almennum ákvæðum um kæruheimild, svo sem byggt virtist á í úrskurði yfirskattanefndar. Í því sambandi benti ég sérstaklega á valdsvið yfirskattanefndar, eins og það væri ákveðið í lögum, og stöðu nefndarinnar sem óháðs úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi. Benti ég á, að sérstök og rík ástæða væri til málskotsréttar til óháðs úrskurðaraðila á borð við yfirskattanefnd í málum út af álagi á vanskilafé, þar sem álag þetta væri refsikennd viðurlög. Var það niðurstaða mín, að nauðsyn bæri til að taka til athugunar að fela yfirskattanefnd með ótvíræðum hætti að fjalla um niðurfellingu álags samkvæmt 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987.
Með 2. gr. laga nr. 139/1995, um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, var 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, felld brott.

Stjórnsýsla í grunnskóla. Ég taldi þörf á því að reglugerð nr. 512/1975, um skólareglur o.fl. í grunnskóla, yrði endurskoðuð með tilliti til þess, að fylgja bæri ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við undirbúning og meðferð máls, svo og við ákvarðanir, sem telja yrði stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Þá yrði að telja, að ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 512/1975, þar sem mælt er fyrir um málskot til barnaverndarnefndar, skorti lagastoð.
Með 3. mgr. 41. gr. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, er nú lögfest að málskot í framangreindum málum sé til menntamálaráðuneytis í stað barnaverndarnefndar.
Með bréfi, dags. 24. júní 1996, tilkynnti menntamálaráðuneytið að unnið væri að setningu nýrrar reglugerðar um skólareglur og aga í grunnskólum, sbr. 41. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995, og muni sú reglugerð koma í stað reglugerðar nr. 512/1975, um skólareglur o.fl. í grunnskólum. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins, að við samningu reglugerðarinnar hafi verið höfð hliðsjón af ábendingum mínum, sem fram koma í fyrrnefndu áliti.

32. Ársskýrsla 1995, bls. 360, mál nr. 1084/1994.

Lögræðislög. Skipan lögráðamanna.
Í tilefni af erindi A tók ég til athugunar, að eigin frumkvæði, skipun lögráðamanna lögræðissviptra manna samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr. 68/1984. A hafði verið sviptur sjálfræði með dómi í október 1993, en lögráðamaður var ekki skipaður fyrr en í maí 1994, eftir að eftirgrennslan mín hófst. Óskaði ég eftir upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti um, hvort fylgst væri með skipun lögráðamanna af hálfu ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kom fram, að svo hefði ekki verið, en að ráðuneytið hefði ákveðið að fylgjast framvegis með skipun lögráðamanna. Í tilviki A virtist sem úrskurður um sjálfræðissviptingu hefði ekki borist sýslumanni þar sem A átti lögheimili. Í kjölfar þessa sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytið öllum héraðsdómstólum bréf með tilmælum um, að endurrit úrskurða yrði sent sýslumanni í ábyrgðarpósti eða með öðrum jafn tryggum hætti, sem og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þá fór ráðuneytið þess á leit við alla sýslumenn, að þeir tilkyntu ráðuneytinu bréflega um allar skipanir lögráðamanna. Taldi ég að aðgerðir þær, sem ráðuneytið greip til, hefðu verið fullnægjandi til að tryggja eðlilega framkvæmd laganna. Hins vegar benti ég á, að mikilvægt væri, að lög sem kveða á um íhlutun í persónuréttindi manna, mæli með skýrum hætti fyrir um framkvæmd laganna, og taldi að taka ætti í lög skýrari ákvæði um skrá um lögræðissvipta menn og tilkynningar um lögræðissviptingar. Mæltist ég til þess, að þessi atriði yrðu tekin til athugunar við samningu frumvarps til nýrra lögræðislaga, og var álitið af þessu tilefni sent Alþingi til athugunar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilkynnti mér að vinna við endurskoðun lögræðislaga væri langt komin. Upplýst var, að í þeim drögum, sem nú lægju fyrir, hefði verið farið að þeim tilmælum, sem fram komu í framangreindu áliti.

33. Ársskýrsla 1995, bls. 394, mál nr. 1063/1994.

Gjaldtaka samkvæmt lögum nr. 57/1988, um framhaldsskóla.
Það var niðurstaða mín, að gjöld, sem innheimt voru af nemendum Fjölbrautaskólans við Ármúla árið 1993, hefðu verið þjónustugjöld, sem heimilt hefði verið að leggja á nemendur samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 57/1988, um framhaldsskóla. Ég tók fram, að við innheimtu þjónustugjalda væri brýnt að tilgreina þjónustugjöld með sama nafni og í lagaheimild, sem þau ættu stoð í, og að æskilegt væri, að lagaheimildar þjónustugjalda væri getið á kvittunum eða gíróseðlum, þannig að gjaldendur gætu sjálfir kannað lagagrundvöll gjaldanna. Ég taldi ekki tilefni til að endurskoða útreikning á fjárhæð innritunargjaldanna, en beindi þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins, að haft yrði eftirlit með ákvörðun á fjárhæð þessara gjalda, sem gætu verið mismunandi eftir skólum. Að lokum benti ég á, að ákvæði 3. mgr. 8. gr. framhaldsskólalaga fæli í sér undantekningu frá þeirri lögfestu meginreglu, að kennsla væri veitt ókeypis í öllum opinberum skólum. Taldi ég að tilefni væri til að endurskoða ákvæði þetta og að þá mætti tilgreina skýrar, til hvaða þarfa innheimta mætti gjöld, eða að öðrum kosti ákveða fjárhæð gjaldanna beinlínis í lögum. Af síðastgreindu tilefni var álitið sent Alþingi.
Með 7. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, hafa verið sett ný ákvæði um þjónustugjöld, sem heimilt er að innheimta af framhaldsskólanemum.

34. Ársskýrsla 1995, bls. 97, mál nr. 1189/1994.

Úrlausn um rof skilyrða reynslulausnar. Fangelsismálastofnun og dóms- og kirkjumálaráðuneytið lýstu því, vegna ákvörðunar um afplánun eftirstöðva dæmdrar refsingar, að hinn dæmdi hefði rofið skilorð með því að hafa gerst sekur um ótvíræð hegningarlagabrot. Ég taldi yfirlýsinguna ekki samræmast 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem dómur hefði ekki gengið um þessa háttsemi hins dæmda. Ég tók fram, að ákvarðanir fangelsismálastofnunar og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefðu verið teknar, áður en Mannréttindasáttmáli Evrópu öðlaðist lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994. Taldi ég, að með lögfestingu sáttmálans hefði verið tekið af skarið um, að í rökstuðningi í úrlausn um reynslulausn mætti ekki lýsa því yfir, að fangi hefði gerst sekur um ótvírætt refsilagabrot, ef dómur hefði ekki gengið vegna sakarefnisins. Hins vegar tók ég fram, að mannréttindasáttmálinn útilokaði ekki, að í þessu efni væri byggt á því að rökstuddur grunur lægi fyrir um refsivert brot. Beindi ég þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að það beitti sér fyrir því, að rökstuðningur í málum sem þessum samrýmdist 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, og tæki til athugunar, hvaða lagabreytingar væru nauðsynlegar í þessu sambandi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, hefur upplýst, að fangelsismálastofnun hafi, að svo stöddu, hætt að taka ákvarðanir um skilorðsrof. Hafi lagaskrifstofu ráðuneytisins verið falið það verkefni, að undirbúa breytingu á hegningarlögum og reglugerð.

35. Ársskýrsla 1995, bls. 364, mál nr. 928/1993.

Nauðungarvistun á sjúkrahúsi.
Í álitinu rakti ég ákvæði lögræðislaga um ákvarðanir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um nauðungarvistun. Fram kom, að tilkynna skyldi þeim, sem beiðni bar fram, ákvörðunina og jafnframt yfirlækni á hlutaðeigandi stofnun, ef beiðnin væri samþykkt. Í lögræðislögum eru hins vegar ekki ákvæði um tilkynningu til yfirlæknis, að krafa hafi verið gerð fyrir dómi um sjálfræðissviptingu manns, sem vistaður hefur verið á sjúkrahúsi. Það upplýstist, að ekki væri föst framkvæmd á því, að læknum væri tilkynnt um beiðni um sjálfræðissviptingu sjúklings, sem vistaður væri á sjúkrahúsi. Ég taldi, að sú framkvæmd væri á engan hátt fullnægjandi eða í samræmi við réttaröryggi sjúklinga, að það hvíldi á aðstandendum að tilkynna yfirlæknum sjúkrahúss, að krafa hefði verið gerð fyrir dómi um sjálfræðissviptingu. Taldi ég tryggara að setja það skilyrði fyrir áframhaldandi vistun sjúklinga, að yfirlækni hefði borist staðfesting frá héraðsdómi um að slík krafa hefði verið gerð. Beindi ég þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að það athugaði, hvort ekki væri ástæða til að mæla fyrir um þetta atriði í lögræðislögum. Þá beindi ég þeim tilmælum til ráðuneytisins, að það fylgdi eftir þeim ráðstöfunum, sem það hafði þegar gripið til, til að tryggja að mál þessi væru í löglegu horfi, og að það tæki við undirbúning nýrra lögræðislaga tillit til þeirra sjónarmiða sem rakin voru í álitinu.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur upplýst, að vinna nefndar þeirrar sem vinnur að endurskoðun lögræðislaganna sé langt komin, og muni frumvarpi til nýrra lögræðislaga verða skilað síðla árs 1996. Jafnframt er upplýst, að í þeim drögum, sem nú liggi fyrir, hafi verið tekið tilli til þeirra tilmæla, sem reifuð séu í framangreindu áliti.

36. Ársskýrsla 1995, bls. 313, mál nr. 1097/1994.

Starfsumsóknir þeirra, sem óska nafnleyndar.
Ég vakti athygli Alþingis og forsætisráðherra á því, að brýnt væri að Alþingi tæki með lögum af skarið um, hvort veita bæri almenningi upplýsingar um þá, sem sækja um opinber störf. Ég tók hins vegar ekki afstöðu til þess, hvernig rétt væri að skipa þessum málum í lögum. Með vísan til 1. og 2. tölul. 2. gr. reglugerðar, um Stjórnarráð Íslands, sbr. auglýsingu nr. 96/1968, var athygli forsætisráðherra einnig vakin á því, að brýnt væri, á meðan Alþingi hefði ekki tekið afstöðu til þessa, að tekin yrði ákvörðun í Stjórnarráði Íslands um, hvort umsækjendur um opinberar stöður gætu óskað nafnleyndar og þess síðan gætt að framkvæmd mála yrði með samræmdum hætti.
Hinn 18. janúar 1996 barst mér bréf frá forsætisráðherra, þar sem fram kom, að stjórnarráðinu hefðu verið settar reglur um aðgang almennings að upplýsingum um umsækjendur um opinberar stöður.
Í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er kveðið svo á, að skylt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda, þegar umsóknarfrestur er liðinn, komi fram ósk um það. Lögin tóku gildi 1. júlí 1996.
Í 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er kveðið svo á, að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum um umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum svo og öðrum gögnum, sem þær varða. Þó sé skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna öðlast þau gildi 1. janúar 1997.

37. Ársskýrsla 1995, bls. 151, mál nr. 1302/1994.

Málskot til barnaverndarráðs.
Ég tók til umfjöllunar, hvort ákvörðun barnaverndarnefndar um tímabundið fóstur tilgreindra barna, sem tvímælalaust var stjórnvaldsákvörðun, væri kæranleg til barnaverndarráðs sem æðra stjórnvalds, enda þótt ákvörðunin hefði ekki verið tekin í formi úrskurðar. Í 1. mgr. 49. gr. laga nr. 58/1992, um vernd barna og ungmenna, væri mælt fyrir um heimild til að skjóta úskurðum barnaverndarnefndar til fullnaðarúrskurðar barnaverndaráðs og jafnframt lögbundið, hvaða ákvörðunum skyldi ráðið til lykta með úrskurði, sbr. 45. gr. laganna. Var það skilningur félagsmálaráðuneytisins, að ákvæði 49. gr. fælu í sér tæmandi talningu á því, hvaða ákvörðunum barnaverndarnefnda yrði skotið til barnaverndarráðs, en aðrar stjórnvaldsákvarðanir en þær, sem teknar væru með úrskurði, yrðu kærðar til félagsmálaráðuneytisins á grundvelli 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga og 3. gr. laga nr. 58/1992. Ég tók fram, að með lögum nr. 22/1995 hefði barnaverndarlögum verið breytt og sett á fót undirstofnun félagsmálaráðuneytisins, barnaverndarstofa, sem hefði samkvæmt lögunum það hlutverk að veita barnaverndarnefndum leiðbeiningar og ráðgjöf, auk þess að hafa eftirlit með störfum þeirra, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1992. Þeim ákvörðunum barnaverndarnefndar, sem ekki væru teknar með formlegum úrskurði, yrði því skotið til barnaverndarstofu og þaðan til úrlausnar félagsmálaráðuneytisins. Með hliðsjón af tilgangi breytinga á barnaverndarlöggjöfinni með lögum nr. 58/1992, sem var meðal annars að skilja að þau fyrri ólíku hlutverk barnaverndarráðs, að veita barnaverndarnefndum ráðgjöf annars vegar og fara með úrskurðarvald sem æðra stjórnvald hins vegar, var það niðurstaða mín, að það samrýmdist ekki þessum tilgangi, að barnaverndarstofa færi nú með bæði þessi hlutverk. Þá taldi ég það ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti, að sitt hvort stjórnvaldið kæmi fram sem æðra stjórnvald gagnvart barnaverndarnefndum, eftir því hvaða reglur giltu um form ákvörðunar, og að það þjónaði betur sjónarmiðum um réttaröryggi, að ákvörðunum yrði skotið til barnaverndarráðs, sem væri sérstaklega skipað með tilliti til sérþekkingar ráðsmanna á málefnum barna. Af þessum sökum taldi ég að skýring ráðuneytisins á 1. mgr. 49. gr. orkaði tvímælis. Þá tók ég fram, að ákvæði greinarinnar væru ekki eins skýr, einföld og aðgengileg og æskilegt væri um málskotsheimild í lögum. Taldi ég rétt að ákvæðið yrði endurskoðað og vakti af þessum sökum athygli Alþingis og félagsmálaráðuneytisins á málinu.
Félagsmálaráðuneytið gerði mér grein fyrir því, að skipuð hefði verið nefnd til að endurskoða lög um vernd barna og ungmenna. Hefði nefndinni sérstaklega verið falið að huga að endurskoðun á reglum um kæruheimildir á umræddu sviði.

38. Ársskýrsla 1995, bls. 260, mál nr. 1169/1994.

Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar. Skemmtanaleyfi.
A hf. kvartaði yfir því, að sýslumaðurinn á Akureyri hefði synjað félaginu um að hafa veitingahúsið X opið eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 2. apríl 1994, að liðnum föstudeginum langa, og frá kl. 00:05 aðfaranótt annars í hvítasunnu. Í málinu kom fram, að þær reglur, sem fylgt var um opnunartíma veitingastaða að því er snerti áfengisveitingar og skemmtanahald um stórhátíðir, voru ekki samræmdar í löggæsluumdæmum landsins. Það voru tilmæli mín til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að það hygði að samræmi í stjórnsýslu á þessu sviði og tæki jafnframt til athugunar hvort ástæða væri til breytinga á lögum nr. 45/1926. Ég vakti athygli á því, að úrbætur í þessum efnum væru ekki aðeins nauðsynlegar til að tryggja festu í stjórnsýslu og vandaða stjórnsýsluhætti, heldur einnig stöðu þeirra fyrirtækja, sem málið snerti, í samkeppni á markaði, sbr. lög nr. 8/1993, samkeppnislög, og þá löggjafarstefnu, sem þar kæmi fram.
Þá taldi ég ástæðu til að árétta þá niðurstöðu í máli nr. 436/1991, sbr. ársskýrslu 1992, bls. 111, að ákvæði laga um skemmtanaleyfi, sem reglugerð nr. 587/1987, um löggæslu á skemmtunum og slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum, væri byggð á, væru mjög ófullkomin og að mörg ákvæði reglugerðarinnar væri eðlilegra að hafa í lögum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilkynnti mér að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að samræma stjórnsýsluframkvæmd á umræddu sviði. Þá skipaði dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að gera tillögur um endurskoðun á gildandi lagareglum um skilyrði fyrir veitingu leyfis til áfengisveitinga og um rekstur skemmtistaða. Ennfremur skipaði dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd og fól henni að endurskoða lög nr. 45/1926, um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Nefndin samdi frumvarp til laga um helgidagahald, sem lagt var fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995-1996 sem mál nr. 315, en hlaut ekki afgreiðslu.