Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12483/2023)

Kvartað var yfir því að embætti landlæknis hefði ekki svarað erindi.  

Í svari embættisins til umboðsmanns kom fram að málið væri í vinnslu og hefði dregist vegna mikils álags og manneklu og hefði viðkomandi nú verið upplýstur um stöðuna. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 20. desember 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 30. nóvember sl. þar sem þér kvartið yfir því að embætti landlæknis hafi ekki svarað erindi yðar til embættisins er laut að dreifingu tiltekinna upplýsinga af hálfu heilbrigðis-starfsmanns.

Í tilefni af framangreindu var embætti Landlæknis ritað bréf 5. desember sl., þar sem þess var óskað að það veitti upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Í svarbréfi embættisins þann sama dag kemur fram að málið sé enn í vinnslu en að gögn þess beri með sér „ákveðið ósamræmi“ sem leitast hafi verið eftir að skýra áður en gagnaöflun lýkur og að vinnsla málsins hafi dregist vegna mikils álags og manneklu. Þá hefur umboðsmanni einnig borist afrit af tölvubréfi embættisins til yðar 13. desember sl. þar sem það m.a. upplýsti yður um stöðu málsins.

Þar sem kvörtunarefnið lýtur að töfum á afgreiðslu embættis landlæknis á máli yðar og í ljósi þeirra upplýsinga sem embættið hefur nú veitt yður um framvindu málsins tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar að svo stöddu í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því umfjöllun minni um kvörtunina með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.