Málsmeðferð og starfshættir stjórnsýslunnar.

(Mál nr. 12425/2023)

Kvartað var yfir úrskurði innviðaráðuneytisins.  

Í svari til umboðsmanns kom fram að ráðuneytið hefði ákveðið að endurupptaka málið og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 19. janúar 2024.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 22. október sl. yfir úrskurði innviðaráðuneytisins 29. desember 2022 í máli nr. [...].

Í tilefni af kvörtun yðar var ráðuneytinu ritað bréf 6. desember sl. þar sem þess var óskað að ráðuneytið lýsti viðhorfi sínu til kvörtunarinnar og léti umboðsmanni í té nánar upplýsingar og skýringar vegna nánar tilgreindra atriða. Nú hafa borist svör ráðuneytisins með bréfi 16. janúar sl. Þar kemur fram að ákveðið hafi verið að endurupptaka mál yðar. Bréfinu fylgdi afrit af tilkynningu ráðuneytisins til yðar sama dag þess efnis. Að því virtu tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunar yðar. Ég tek þó fram að ef þér teljið yður enn beittan rangsleitni að fenginni nýrri niður­stöðu ráðuneytisins getið þér leitað til mín að nýju vegna þess.

Með vísan til framangreinds læt ég athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.