Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Styrkveitingar.

(Mál nr. 12418/2023)

Kvartað var yfir því að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefði ekki brugðist við erindi um úthlutun vaxtastyrks úr Tækniþróunarsjóði.  

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns svaraði ráðuneytið erindinu og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 22. janúar 2024.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar til umboðsmanns Alþingis 18. október sl. yfir því að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefði ekki brugðist við erindi yðar um úthlutun vaxtastyrks úr Tækniþróunarsjóði. Vegna kvörtunarinnar var ráðuneytinu ritað bréf 6. nóvember sl. þar sem þess var óskað að það upplýsti umboðsmann um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins.

Með tölvubréfi 9. nóvember sl. upplýstuð þér um að erindi yðar til ráðuneytisins hefði verið svarað daginn eftir að kvörtun yðar barst umboðsmanni. Með bréfi ráðuneytisins 15. nóvember sl. var umboðsmaður jafnframt upplýstur um svör þess við erindi yðar. Þar sem kvörtunarefnið lýtur samkvæmt framangreindu að töfum á afgreiðslu erindis yðar til ráðuneytisins og í ljósi þess að yður hefur nú verið svarað, tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna þessa.

Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, læt ég umfjöllun minni um málið því lokið.