Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Opinberir starfsmenn. Ráðningar í opinber störf.

(Mál nr. 12484/2023)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á erindi.  

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns svaraði ráðuneytið viðkomandi og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 5. febrúar 2024.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 4. desember 2023 vegna tafa á afgreiðslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á erindi 8. apríl 2022 sem þér komuð á framfæri við ráðuneytið f.h. A, ásamt B, lögmanni, f.h. C. Laut erindið að ráðningu Orkustofnunar á deildarstjóra raforkueftirlits án undangenginnar auglýsingar.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf 8. desember 2023 þar sem þess var óskað að umboðsmaður yrði upplýstur um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Umboðsmanni hefur nú borist afrit af tölvubréfi ráðuneytisins til yðar og B 2. febrúar sl. en því fylgdi svarbréf ráðuneytisins við erindinu.

Þar sem kvörtunin lýtur að töfum og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur svarað erindi yðar og B tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Læt ég því meðferð minni á kvörtuninni lokið, sbr. a-liður 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.