Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Húsnæðis mál. Félagslegt húsnæði.

(Mál nr. 12569/2024)

Kvartað var yfir löngum afgreiðslutíma Reykjavíkurborgar á umsókn um félagslegt leiguhúsnæði.  

Í svari borgarinnar kom fram að viðkomandi hefði verið úthlutað leiguhúsnæði þremur vikum eftir að umboðsmaður spurðist fyrir um stöðu málsins. Var athuguninni því látið lokið.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. febrúar 2024.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 22. janúar sl. sem þér beinið að Reykjavíkurborg og lýtur að löngum afgreiðslutíma á umsókn yðar um félagslegt leiguhúsnæði.

Í tilefni af kvörtun yðar var Reykjavíkurborg ritað bréf 30. janúar sl. þar sem þess var óskað að umboðsmanni yrðu veittar upplýsingar um í hvaða farveg umsókn yðar hefði verið lögð hjá sveitarfélaginu og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu hennar. Svar Reykjavíkurborgar barst 22. febrúar sl. en þar kemur fram að á úthlutunarfundi 20. þess mánaðar hafi yður verið úthlutað leiguhúsnæði.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu umsóknar yðar og þar sem hún hefur nú verið afgreidd læt ég athugun minni vegna kvörtunarinnar lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.