Skaðabætur. Skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995. Bótanefnd. Réttaróvissa.

(Mál nr. 3791/2003)

A kvartaði til umboðsmanns yfir synjun bótanefndar, samkvæmt lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, á umsókn hans um bætur vegna áverka sem hann kvaðst hafa orðið fyrir vegna líkamsárásar.

Umboðsmaður lauk umfjöllun sinni um mál A með bréfi til hans. Þar segir m.a. að athugun umboðsmanns hafi beinst að því hvort fallast beri á það með bótanefndinni að skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 hafi ekki verið uppfyllt í máli A. Í ákvæðinu segir að ríkissjóður greiði bætur vegna „tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum“ í samræmi við ákvæði laganna. Í bréfi umboðsmanns til A kemur fram að ekki verði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum í dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum úr lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þar fari ekki að öllu leyti saman lýsing á skilyrðum bótaskyldu samkvæmt lögunum. Í ljósi þessa taldi umboðsmaður að enda þótt færa mætti rök fyrir því að aðstæður í máli A væru með þeim hætti að skilyrði bótaskyldu kynnu að vera fyrir hendi í ljósi umræddra forsendna úr áðurnefndum dómi Hæstaréttar frá 19. júní 2002 gæti hann ekki fullyrt að niðurstaða bótanefndar í máli A hefði verið í ósamræmi við reglur laga nr. 69/1995. Var það niðurstaða umboðsmanns að það yrði að vera hlutverk dómstóla að skera endanlega úr um þetta atriði og hefði hann því ákveðið að ljúka máli A með ábendingu um það, sbr. c-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Umboðsmaður ákvað í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hann taldi vera til staðar um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 að vekja athygli dómsmálaráðherra á niðurstöðu sinni í máli A, sbr. 11. gr. laga nr. 85/1997.

Í bréfi umboðsmanns til A, dags. 26. nóvember 2003, segir m.a. svo:

„Ég vísa til kvörtunar yðar sem barst mér 12. maí sl. og beinist að synjun bótanefndar samkvæmt lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, dags. 3. júlí 2002, á umsókn yðar um bætur.

Með bréfi til bótanefndar, dags. 5. júní sl., óskaði ég eftir því að fá öll gögn máls yðar send, sbr. 7. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. [...] Með bréfi, dags. 16. júlí sl., sendi bótanefndin mér gögn málsins. [Bótanefndin áréttaði] að það hefði [...] verið niðurstaða hennar í máli yðar að ekki væri fullnægt skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 fyrir greiðslu bóta. Hefði sú aðstaða ein og sér leitt til þess að ekki gat komið til þess að bætur yrðu greiddar úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 69/1995. [...]

Með framangreinda afstöðu bótanefndar í huga hefur athugun mín á kvörtun yðar beinst að því hvort fallast beri á það með bótanefnd að skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 hafi ekki verið uppfyllt í máli yðar. Ákvæðið 1. málsl. ákvæðisins sem hér skiptir máli er svohljóðandi:

„Ríkissjóður greiðir bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum í samræmi við ákvæði laga þessara, enda hafi brotið verið framið innan íslenska ríkisins.“

Í ákvörðun bótanefndar í máli yðar, dags. 3. júlí 2002, er vísað til upplýsinga sem fram koma í gögnum lögreglu um hina meintu líkamsárás á yður [...]. Í niðurstöðu bótanefndar í kafla II í bréfinu, dags. 3. júlí 2002, sem sent var lögmanni yðar, segir að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995 sé það skilyrði bóta á grundvelli laganna að „tjón það sem krafist er bóta fyrir verði rakið til háttsemi er teljist brot á almennum hegningarlögum“. Þá segir í bréfinu að það sé „mat bótanefndar með vísan til þess sem að framan er rakið að ekki sé unnt að slá því föstu á grundvelli fyrirliggjandi gagna, að þannig hagi til um tjón það sem krafist er bóta fyrir og ekkert [bendi] til þess að einhverjir óþekktir eða aðrir hafi átt hlut að máli en þeir sem tilgreindir eru í lögreglurannsókn“.

Í ljósi þessara forsendna bótanefndar ritaði ég nefndinni á ný bréf, dags. 18. september sl., þar sem ég óskaði eftir því, sbr. 9. gr. laga nr. 85/1997, að nefndin upplýsti mig um það hvort hún hefði við úrlausn á umsókn yðar horft til dóms Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002. Í því sambandi vísaði ég til þeirra forsendna í dómi Hæstaréttar að við mat á skilyrði bótaábyrgðar ríkisins samkvæmt 1. gr. laga nr. 69/1995 beri að líta á fyrirliggjandi atvik „hlutlægt og án hliðsjónar af hugsanlegum refsileysisástæðum þess, sem sekur kynni að reynast“. Bótanefndin svaraði mér með bréfi, dags. 24. október sl., þar sem fram kemur að nefndarmönnum hafi verið kunnugt um ofangreindan dóm Hæstaréttar þegar tekin var ákvörðun í máli yðar rúmum tveimur vikum eftir uppkvaðningu hans. Af hálfu nefndarinnar er hins vegar tekið fram að þær forsendur úr dóminum sem ég vísaði til í bréfi mínu hafi ekki komið sérstaklega til skoðunar við afgreiðslu á máli yðar. Þá segir að mál yðar hafi verið til lykta leitt á þeim grundvelli að „ekki væri nægilega í ljós leitt að það tjón sem bóta var krafist fyrir yrði rakið til háttsemi sem hlutrænt séð gæti talist brot á almennum hegningarlögum“.

Athugun mín á kvörtun yðar hefur beinst að því hvort bótanefndinni hafi borið að leggja til grundvallar í ljósi rannsóknargagna málsins og læknisvottorða um áverka yðar að nægjanlega hafi verið í ljós leitt að áverkarnir verði hlutlægt séð raktir til háttsemi sem fellur undir 217. eða 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hvað sem líður hugsanlegum refsileysisástæðum í málinu eða skorti á viðhlítandi sönnun um hvernig nánar hafi verið háttað aðild þeirra manna sem voru á vettvangi þegar atburðurinn átti sér stað. Hafði ég þá til hliðsjónar áðurnefndar forsendur í dómi Hæstaréttar frá 19. júní 2002 um að líta beri á atvik hlutlægt og án hliðsjónar af hugsanlegum refsileysisástæðum þess sem sekur kynni að reynast. Á hinn bóginn hef ég í þessu sambandi litið til eftirfarandi athugasemda greinargerðar við 2. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 69/1995:

„[...] Bótanefnd metur sjálfstætt hvort verknaðarlýsing viðkomandi hegningarlagaákvæðis, hlutlægt séð, er til staðar, svo og önnur refsiskilyrði. Ef hlutlægar refsileysisástæður eru til staðar (neyðarréttur, neyðarvörn, samþykki) er verknaðurinn ekki refsiverður og getur því ekki leitt til bótaskyldu samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. [...]“ (Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 3322.)

Ég fæ ekki annað séð af samanburði á ofangreindum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 og tilvitnuðum athugasemdum úr lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þar fari ekki að öllu leyti saman lýsing á skilyrðum bótaskyldu samkvæmt lögunum. Enda þótt færa megi rök fyrir því að aðstæður í máli yðar séu með þeim hætti að skilyrði bótaskyldu kunni að vera fyrir hendi í ljósi umræddra forsendna úr dómi Hæstaréttar frá 19. júní 2002 tel ég mig ekki geta fullyrt að niðurstaða bótanefndar í máli yðar hafi verið í ósamræmi við reglur laga nr. 69/1995. Hef ég þá horft til þess hvernig hlutverk bótanefndarinnar er afmarkað í tilvitnuðum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna og að ekki er af hálfu Hæstaréttar tekin afstaða til þess í umræddum dómi hvort og þá hvaða þýðingu þessar athugasemdir hafa við mat á skilyrðum bótaskyldu samkvæmt lögunum. Verður það að vera hlutverk dómstóla að skera endanlega úr um þetta atriði eins og atvikum er háttað. Samkvæmt c-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 getur umboðsmaður Alþingis ákveðið að ljúka athugun sinni á kvörtun, sem honum hefur borist, með ábendingu um að mál varði réttarágreining sem eðlilegt er að dómstólar leysi úr. Tel ég mér ekki annað fært, eins og mál yðar liggur fyrir, en að ljúka umfjöllun minni um það á þeim grundvelli.

Ég tel rétt að upplýsa yður um að vegna þeirrar réttaróvissu sem ég tel vera til staðar um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 í ljósi ósamræmis á milli athugasemda úr lögskýringargögnum að baki lögunum og umrædds dóms Hæstaréttar hef ég ákveðið að vekja athygli dómsmálaráðherra á niðurstöðu minni í máli yðar.“

Með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 30. janúar 2004, óskaði ég eftir upplýsingum um hvort framangreint bréf mitt hefði orðið ráðuneytinu tilefni til að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana og þá í hverju þær felist. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er dagsett 16. apríl 2004 og segir þar meðal annars eftirfarandi:

„Ráðuneytið hefur farið ítarlega yfir mál þetta í kjölfar ábendingar yðar. Ráðuneytið tekur undir þær athugasemdir yðar er fram koma í bréfi yðar til [A], dags. 26. nóvember 2003, þar sem þér vísið til þess að ekki er af hálfu Hæstaréttar tekin afstaða til þess í hinum umrædda dómi hvort og þá hvaða þýðingu athugasemdir úr lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995, hafa við mat á skilyrðum bótaskyldu samkvæmt lögunum. Hljóti það að vera hlutverk dómstóla að meta þetta atriði eins og atvikum sé háttað. Ráðuneytið hefur í kjölfar bréfs yðar, haft samband við lögmann [A] og greint honum frá afstöðu ráðuneytisins og bent honum á möguleika [A] á því að fá gjafsókn vegna málsins. Þá má benda á að nú eru mál til meðferðar í dómskerfinu er varða lög nr. 69/1995. Ráðuneytið hyggst að þeim niðurstöðum fengnum fara yfir málið í heild sinni og skoða hugsanlegar lagabreytingar, þar á meðal hvort eðlilegra sé að leiða í lög þær athugasemdir er fram koma í lögskýringargögnum og vitnað hefur verið til í máli þessu.“

Ég ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf, dags. 2. mars 2005, þar sem ég vísaði til þess að í bréfi ráðuneytisins til mín, dags. 16. apríl 2004, hefðu mér verið kynnt áform ráðuneytisins um að huga að hugsanlegum lagabreytingum að fengnum niðurstöðum í tilteknum málum sem til meðferðar væru í dómskerfinu og vörðuðu lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Óskaði ég eftir upplýsingum um hvað liði þessari athugun ráðuneytisins og hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar í tilefni af henni. Svarbréf ráðuneytisins barst mér 11. ágúst 2005. Segir þar að málið sé enn til athugunar og að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Í bréfinu er vísað til þess að ekki séu komnar niðurstöðu í öllum þeim dómsmálum, sem vísað hafi verið til og að þegar nefndarmenn í bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 hafi verið endurskipaðir í júlí 2004 hafi aðeins einn af þremur nefndarmönnum verið endurskipaður og hafi nýju nefndarmennirnir verið ókunnugir þessu álitaefni. Þá er þess getið að verkefni bótanefndar hafi aukist stöðugt undanfarin ár og bíði hennar nú fjölmörg óafgreidd erindi Hafi ráðuneytið því ekki haft í forgangi að hefja endurskoðun á því álitaefni sem umboðsmaður hafi vakið máls á enda hyggist það eiga samvinnu við bótanefndina um vinnslu þess máls. Tekið er fram í bréfinu að þess sé að vænta að athugun í málinu verði lokið fyrir næstkomandi áramót.

Fjallað er um framvindu þessa máls í ársskýrslu minni fyrir árið 2004, bls. 182. Ég ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf, dags. 20. febrúar 2006, þar sem ég vísaði til bréfaskipta minna við ráðuneytið í kjölfar álits míns í máli A. Minnti ég á að í bréfi ráðuneytisins sem mér barst 11. ágúst 2005 hefði m.a. komið fram að ráðuneytið hefði ekki haft í forgangi að hefja endurskoðun á því álitaefni sem ég hefði vakið máls á enda hygðist það eiga samvinnu við bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 um vinnslu þess máls. Þó vænti ráðuneytið þess að athugun í málinu yrði lokið fyrir áramótin 2005/2006. Af þessu tilefni óskaði ég eftir upplýsingum um hvort athugun ráðuneytisins væri lokið og þá hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar í tilefni af henni. Svarbréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er dagsett 2. mars 2006. Segir þar að ráðuneytið hafi haft lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, til athugunar þar sem m.a. hefði verið farið yfir niðurstöður ýmissa mála sem síðan hefðu verið til meðferðar hjá dómstólum og varði þau lög. Hafi það verið mat ráðuneytisins að eðlilegra væri að bíða niðurstöðu í þessum málum, áður en hafist yrði handa um hugsanlegar lagabreytingar. Í bréfi ráðuneytisins segir síðan að á grundvelli ofangreindrar athugunar og ábendinga minna í máli nr. 3791/2003 hafi ráðuneytið ákveðið að taka umrædd lög til endurskoðunar og sé ráðgert að sú vinna hefjist síðar á þessu ári.

Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árið 2005, bls. 181, og fyrir árið 2004, bls. 182. Með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 3. apríl 2007, óskaði ég eftir upplýsingum um hvort áform ráðuneytisins um að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 hefðu gengið eftir og hvort niðurstaða þeirrar vinnu lægi þá fyrir eða hvenær ráðgert væri að hún lægi fyrir. Mér barst svarbréf ráðuneytisins, dags. 26. apríl s.á., þar sem fram kemur að áform ráðuneytisins um að taka umrædd lög til endurskoðunar standi óhögguð, en ekki hafi tekist að hefja endurskoðunina fyrir árslok 2006, svo sem ráðgert hafi verið. Áætlað sé að vinnan geti hafist nú síðsumars að lokinni gagnaöflun. Á þessu stigi sé ekki unnt að segja hvenær endurskoðuninni muni ljúka, en það ráðist fyrst og fremst af umfangi hennar.

Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árið 2006, bls. 215, fyrir árið 2005, bls. 181, og fyrir árið 2004, bls. 182. Með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 6. júní 2008, óskaði ég eftir upplýsingum um hvort áform ráðuneytisins um að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, hefðu gengið eftir og hvort niðurstaða þeirrar vinnu lægi þá fyrir eða hvenær ráðgert væri að hún lægi fyrir. Mér barst svarbréf ráðuneytisins, dags. 13. s.m., þar sem fram kemur að sú áætlun ráðuneytisins að vinna við endurskoðun umræddra laga hæfist síðsumars árið 2007 að lokinni gagnaöflun hefði ekki gengið eftir. Gagnaöflun sé hins vegar nú lokið og verði hafist handa við endurskoðunina í byrjun ágúst. Áætlað sé að henni verði lokið veturinn 2008/2009.Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árin 2004, bls. 182, 2005, bls. 181, 2006, bls. 215 og 2007, bls. 229. Í álitinu komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vekja athygli dóms- og kirkjumálaráðherra á því, með vísan til 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að ekki yrði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þær væru ekki að öllu leyti samrýmanlegar hvað varðaði lýsingu á skilyrðum bótaskyldu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ég taldi þá aðstöðu leiða til nokkurrar réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 og hlutverks bótanefndar við mat á þeim í hverju tilviki. Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2008, kom fram að fyrirhugað væri að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 í ágúst það ár og áætlað væri að henni yrði lokið veturinn 2008 til 2009. Með bréfi, dags. 17. apríl 2012, var þess óskað að innanríkisráðuneytið veitti mér upplýsingar um hvort álitið hefði orðið tilefni til frekari viðbragða eða ráðstafana. Í svarbréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 21. júní 2012, kemur m.a. fram að fyrirhugaðri heildarendurskoðun laga nr. 69/1995 hafi verið frestað vegna þeirra atburða sem urðu í íslensku efnahagslífi árið 2008 og niðurskurðar í kjölfarið á þeim. Tilteknar breytingar á lögunum hafi verið samþykktar 12. júní 2012. Við þá endurskoðun hafi ekki reynst unnt að endurskoða ákvæði laganna með tilliti til dóms Hæstaréttar og athugasemda minna. Í bréfinu kemur einnig fram að innan innanríkisráðuneytisins hafi farið fram umræða um þörf á heildarendurskoðun og samhæfingu á gildandi lagaumhverfi um opinbera aðstoð við þolendur afbrota og verði ráðist í þá vinnu muni jafnframt verða skoðað hvort rétt sé að breyta lögum í samræmi við þau sjónarmið sem ég hefði vakið athygli á. Yrði ekki ráðist í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar.Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árin 2004, bls. 182, 2005, bls. 181, 2006, bls. 215, 2007, bls. 229 og 2011, bls. 126. Í álitinu komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vekja athygli dóms- og kirkjumálaráðherra á því, með vísan til 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að ekki yrði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þær væru ekki að öllu leyti samrýmanlegar hvað varðaði lýsingu á skilyrðum bótaskyldu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ég taldi þá aðstöðu leiða til nokkurrar réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 og hlutverks bótanefndar við mat á þeim í hverju tilviki. Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2008, kom fram að fyrirhugað væri að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 í ágúst það ár og áætlað væri að henni yrði lokið veturinn 2008/2009. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 21. júní 2012, kom fram að fyrirhugaðri heildarendurskoðun laga nr. 69/1995 hafi verið frestað vegna þeirra atburða sem urðu í íslensku efnahagslífið árið 2008 og niðurskurðar í kjölfarið á því. Innan ráðuneytisins hefði farið fram umræða um þörf á heildarendurskoðun og samhæfingu á gildandi lagaumhverfi um opinbera aðstoð við þolendur afbrota og yrði ráðist í þá vinnu myndi jafnframt verða skoðað hvort rétt væri að breyta lögum í samræmi við þau sjónarmið sem ég hefði vakið athygli á. Yrði ekki ráðist í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar. Með bréfi, dags. 1. febrúar 2013, var þess óskað að innanríkisráðuneytið veitti mér upplýsingar um hvort álitið hefði orðið tilefni til frekari viðbragða eða ráðstafana. Í svarbréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 2. apríl 2013, kemur fram að málið sé til skoðunar innan ráðuneytisins en staðan sé óbreytt.t í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar.Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árin 2004, bls. 182, 2005, bls. 181, 2006, bls. 215, 2007, bls. 229, 2011, bls. 126 og 2012, bls. 113. Í álitinu komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vekja athygli dóms- og kirkjumálaráðherra á því, með vísan til 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að ekki yrði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þær væru ekki að öllu leyti samrýmanlegar hvað varðaði lýsingu á skilyrðum bótaskyldu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ég taldi þá aðstöðu leiða til nokkurrar réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 og hlutverks bótanefndar við mat á þeim í hverju tilviki. Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2008, kom fram að fyrirhugað væri að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 í ágúst það ár og áætlað væri að henni yrði lokið veturinn 2008/2009. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 21. júní 2012, kom fram að fyrirhugaðri heildarendurskoðun laga nr. 69/1995 hefði verið frestað vegna þeirra atburða sem urðu í íslensku efnahagslífið árið 2008 og niðurskurðar í kjölfarið á því. Innan ráðuneytisins hefði farið fram umræða um þörf á heildarendurskoðun og samhæfingu á gildandi lagaumhverfi um opinbera aðstoð við þolendur afbrota og yrði ráðist í þá vinnu myndi jafnframt verða skoðað hvort rétt væri að breyta lögum í samræmi við þau sjónarmið sem ég hefði vakið athygli á. Yrði ekki ráðist í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar. Með bréfi, dags. 2. maí 2014, var þess óskað að innanríkisráðuneytið veitti mér upplýsingar um framvindu málsins eftir að upplýsingar bárust síðast af því frá ráðuneytinu árið 2013. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 23. júní 2014, kemur fram að málið sé enn til athugunar en ekki hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref.Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árin 2004, bls. 182, 2005, bls. 181, 2006, bls. 215, 2007, bls. 229, 2011, bls. 126, 2012, bls. 113 og 2013, bls. 133. Í álitinu komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vekja athygli dóms- og kirkjumálaráðherra á því, með vísan til 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að ekki yrði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þær væru ekki að öllu leyti samrýmanlegar hvað varðaði lýsingu á skilyrðum bótaskyldu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ég taldi þá aðstöðu leiða til nokkurrar réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 og hlutverks bótanefndar við mat á þeim í hverju tilviki. Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2008, kom fram að fyrirhugað væri að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 í ágúst það ár og áætlað væri að henni yrði lokið veturinn 2008/2009. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 21. júní 2012, kom fram að fyrirhugaðri heildarendurskoðun laga nr. 69/1995 hefði verið frestað vegna þeirra atburða sem urðu í íslensku efnahagslífið árið 2008 og niðurskurðar í kjölfarið á því. Innan ráðuneytisins hefði farið fram umræða um þörf á heildarendurskoðun og samhæfingu á gildandi lagaumhverfi um opinbera aðstoð við þolendur afbrota og yrði ráðist í þá vinnu myndi jafnframt verða skoðað hvort rétt væri að breyta lögum í samræmi við þau sjónarmið sem ég hefði vakið athygli á. Yrði ekki ráðist í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 23. júní 2014, kom fram að málið væri enn til athugunar en ekki hefði verið tekin ákvörðun um næstu skref.

Með bréfi, dags. 11. maí 2015, var á ný óskað eftir upplýsingum um framvindu málsins. Í svarbréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 1. júní 2015, kemur fram að málið sé enn til athugunar í ráðuneytinu og ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um næstu skref. Að öðru leyti var vísað til fyrri bréfa ráðuneytisins vegna málsins.Um framvindu þessa máls hefur áður verið fjallað í ársskýrslum mínum fyrir árin 2004, bls. 182, 2005, bls. 181, 2006, bls. 215, 2007, bls. 229, 2011, bls. 126, 2012, bls. 113, 2013, bls. 133, 2014, bls. 111 og 2015, bls. 86.

Í álitinu komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vekja athygli dóms- og kirkjumálaráðherra á því, með vísan til 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að ekki yrði annað séð af samanburði á tilteknum forsendum úr dómi Hæstaréttar 19. júní 2002 í máli nr. 72/2002 og athugasemdum í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 69/1995 en að þær væru ekki að öllu leyti samrýmanlegar hvað varðaði lýsingu á skilyrðum bótaskyldu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 69/1995. Ég taldi þá aðstöðu leiða til nokkurrar réttaróvissu um skilyrði bótaskyldu samkvæmt lögum nr. 69/1995 og hlutverks bótanefndar við mat á þeim í hverju tilviki.

Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2008, kom fram að fyrirhugað væri að hefja vinnu við endurskoðun laga nr. 69/1995 í ágúst það ár og áætlað væri að henni yrði lokið veturinn 2008/2009. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 21. júní 2012, kom fram að fyrirhugaðri heildarendurskoðun laga nr. 69/1995 hefði verið frestað vegna þeirra atburða sem urðu í íslensku efnahagslífið árið 2008 og niðurskurðar í kjölfarið á því. Innan ráðuneytisins hefði farið fram umræða um þörf á heildarendurskoðun og samhæfingu á gildandi lagaumhverfi um opinbera aðstoð við þolendur afbrota og yrði ráðist í þá vinnu myndi jafnframt verða skoðað hvort rétt væri að breyta lögum í samræmi við þau sjónarmið sem ég hefði vakið athygli á. Yrði ekki ráðist í umrædda heildarendurskoðun yrðu ábendingar mínar engu að síðar sérstaklega skoðaðar. Í bréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 25. apríl 2016, kom fram að málið væri enn til athugunar en ekki hefði verið tekin ákvörðun um næstu skref.

Sambærilegt svar barst með bréfi ráðuneytisins, dags. 2. mars 2017.