Gjafsókn.

(Mál nr. 6314/2011)

A kvartaði yfir því að innanríkisráðuneytið hefði synjað sér um heimild til gjafsóknar. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að ráðuneytinu hefði borist erindi A þar sem hún óskaði endurupptöku á málinu og erindið hefði verið sent gjafsóknarnefnd til umsagnar. Af bréfinu varð því ekki annað ráðið en að erindi A væri enn til meðferðar hjá gjafsóknarnefnd. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 10. maí 2011. Þar taldi hann ekki uppfyllt skilyrði laga til að taka erindið til meðferðar að svo stöddu, sbr. sjónarmið að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, en tók fram að teldi A sig enn órétti beitta að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins gæti hún að öðru jöfnu leitað til sín á ný vegna afgreiðslu á endurupptökubeiðninni, sem og synjun á beiðni um heimild til gjafsóknar.