Gjafsókn.

(Mál nr. 6404/2011)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og óskaði eftir því að hann tæki til athugunar stjórnsýslukæru sína til innanríkisráðuneytisins er varðaði umsögn gjafsóknarnefndar vegna beiðni hans um gjafsókn og meint vanhæfi nefndarmanna er skipaðir voru af innanríkisráðuneytinu. Af kvörtun A og gögnum málsins varð ráðið að innanríkisráðuneytið hefði ekki lokið athugun sinni á kærunni. Í ljósi þess lauk umboðsmaður málinu með bréfi, dags. 2. maí 2011. Þar taldi hann ekki uppfyllt skilyrði til að taka erindið til meðferðar að svo stöddu, sbr. sjónarmið að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997. Hann tók þó fram að teldi A sig enn órétti beittan að fenginni niðurstöðu innanríkisráðuneytisins gæti hann að öðru jöfnu leitað til sín á ný vegna afgreiðslu á kærunni sem og umsögn gjafsóknarnefndar.