Skattar og gjöld. Þjónustugjöld.

(Mál nr. 6444/2011)

A kvartaði yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar um að leggja á viðbótargjald vegna sorphirðu þegar sækja þarf sorpílát lengra en 15 metra frá sorpbíl. Með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og 31. gr. laga nr. 7/1998 lauk umboðsmaður málinu með bréfi, dags. 24. maí 2011. Þar taldi hann rétt að A freistaði þess að bera erindið undir úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli síðarnefndu laganna áður en hann tæki málið til umfjöllunar. Hann taldi að svo stöddu ekki skilyrði til þess að fjalla frekar um erindið og lauk umfjöllun sinni um það, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður tók þó fram að teldi A enn á rétt sinn hallað að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ætti hann þann kost að leita til sín á ný.