Svör við erindum.

(Mál nr. 6371/2011)

A kvartaði yfir því að sveitarfélag hefði ekki svarað bréfi hans til bæjarráðs þar sem hann kvartaði yfir umferð um hlaðið hjá sér. Af skýringum sveitarfélagsins varð ekki annað ráðið en að það hefði fjallað um og afgreitt erindið. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að fjalla frekar um kvörtun A og lauk meðferð sinni á henni með bréfi, dags. 2. maí 2011, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Hann benti A á að ef hann óskaði eftir því við sveitarfélagið að læsa hliði eða hindra með öðru móti umferð um veg, sbr. 1. mgr. 55. gr. vegalaga nr. 80/2007, gæti hann skv. 2. mgr. ákvæðisins borið ákvörðunina undir innanríkisráðuneytið.