Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6403/2011)

A kvartaði f.h. B yfir seinagangi innanríkisráðuneytisins við afgreiðslu á kæru B vegna útreiknings fangelsismálastofnunar á afplánunartíma hans. Í skýringum ráðuneytisins kom fram að nú hefði verið kveðinn upp úrskurður í málinu og hefði hann verið sendur B með pósti. Þar sem kvörtunin laut að málshraða og þar sem meðferð málsins var lokið taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar að svo stöddu og lauk því málinu með bréfi, dags. 6. maí 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður tók hins vegar fram að væri B ósáttur við niðurstöðu ráðuneytisins gæti hann leitað til sín á nýjan leik með sérstaka kvörtun þar að lútandi.narinnar verulega fram yfir fjórar vikur gæti A leitað til sín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.