Svör við erindum.

(Mál nr. 6325/2011)

A kvartaði yfir því að utanríkisráðuneytið hefði ekki svarað ítrekaðri fyrirspurn hans um stefnu stjórnvalda í málefnum Íraks. Í tilefni af fyrirspurn umboðsmanns um málið barst honum afrit af svarbréfi ráðuneytisins til A, dags. 4. maí 2011. Þar sem kvörtun A laut að því að utanríkisráðuneytið hefði ekki svarað erindinu leit umboðsmaður svo á að hann hefði nú fengið leiðréttingu máls síns og lauk umfjöllun sinni um kvörtunina, með bréfi, dags. 10. maí 2011, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.