Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6364/2011)

A kvartaði yfir yfir því að kröfu, er lögð var fyrir dómsmála- og mannréttindaráðuneytið 28. apríl 2010 um endurupptöku á rannsókn á láti tveggja manna, hefði ekki verið svarað. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns um málið kom fram að verið væri að leggja lokahönd á afgreiðslu málsins og í ljósi þess tíma sem liðinn væri yrði lögð áhersla á að ljúka því við fyrsta tækifæri. Ráðgert væri að meðferð þess yrði lokið eigi síðar en tilgreindan dag. Með vísan til svara ráðuneytisins og í ljósi þess að afgreiðsla ráðuneytisins virtist vera á lokastigum taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar að sinni en tók fram að hefði A ekki borist svar innan tilgreindra tímamarka gæti hann leitað til sín á nýjan leik. Umboðsmaður lauk meðferð sinni á málinu með bréfi, dags. 24. maí 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.