Svör við erindum.

(Mál nr. 6399/2011)

A kvartaði yfir því að sér hefði ekki borist svar við skriflegu erindi til Umferðarstofu frá 11. mars 2011 er varðaði slys á gangandi vegfarendum. Í svari Umferðarstofu við fyrirspurn umboðsmanns vegna málsins kom fram að mistök hefðu orðið við meðferð erindisins hjá stofnuninni. Erindið hefði ekki borist til þess starfsmanns sem það var stílað á og það hefði orsakað misskilning sem leiddi til þess dráttar sem varð á svari. Þá kom fram að A hefði nú verið svarað með bréfi og jafnframt verið beðinn afsökunar á þeim drætti sem varð á svari. Umboðsmaður leit svo á að A hefði fengið leiðréttingu mála sinna og taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk málinu með bréfi, dags. 26. maí 2011, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.