Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 6298/2011)

A kvartaði yfir úrskurði úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða. Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt A til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 16. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til umboðsmanns kom fram að nefndin hefði ákveðið að taka mál A á ný til úrskurðar. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til þess að fjalla frekar um kvörtunina en tók fram að ef A teldi sig enn beittan rangsleitni að fenginni nýrri niðurstöðu í máli sínu gæti hann leitað til sín á ný með kvörtun.