Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 6434/2011)

A, lögmaður, kvartaði f.h. B yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða þar sem staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiðslur atvinnuleysisbóta til A skyldu falla niður frá og með 1. mars 2010 á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VI. með lögum nr. 54/2006, þar sem fjallað er um greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 23. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga til umboðsmanns í tilefni af fyrirspurn hans kom fram að nefndin hefði ákveðið að endurupptaka mál A. Umboðsmaður taldi því rétt að ljúka málinu en tók fram að teldi A sig enn beittan rangsleitni að fengnum nýjum úrskurði gæti hann leitað til sín með nýja kvörtun.