Fjármála- og tryggingastarfsemi. Einkaréttarlegir aðilar.

(Mál nr. 6457/2011)

A kvartaði yfir fjármálafyrirtæki og óskaði leiðbeininga um hvað best væri að gera í þeirri stöðu sem ábyrgðarmaður hans væri í, en hann hefði gerst ábyrgðarmaður að láni sem A tók f.h. fyrirtækis í sinni eigu. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 16. júní 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður benti á að fjármálafyrirtækið væri einkaréttarlegur aðili sem starfaði á grundvelli laga nr. 161/2002 og laga nr. 2/1995. Í ljósi lagareglna um starfssvið umboðsmanns, sbr. 1. mgr. 2. gr. og 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997 væru því ekki uppfyllt skilyrði laga til að hann gæti tekið erindið til meðferðar. Hann benti A hins vegar á að honum kynni að vera fært að leita með erindið til umboðsmanns skuldara, sbr. 1. gr. laga nr. 100/2010. Færi hann þá leið og yrði ósáttur við afgreiðslu umboðsmanns skuldara á erindinu gæti hann að öðru jöfnu leitað til sín að nýju vegna þess.