Opinber innkaup og útboð.

(Mál nr. 6466/2011)

A kvartaði yfir því að Vegagerðin hefði ekki staðið rétt að útboði á yfirborðsmerkingum. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 7. júní 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að leita eftir afstöðu kærunefndar útboðsmála til málsins áður en hann leitaði til sín með kvörtunina, sbr. 91. og 93. gr. laga nr. 84/2007. Að fenginni niðurstöðu nefndarinnar væri honum heimilt að leita til sín á ný væri hann enn ósáttur.