Svör við erindum.

(Mál nr. 6353/2011)

Hinn 16. mars 2011 kvartaði A ehf. kvartaði yfir drætti á svörum frá bankaráði Seðlabanka Íslands við erindi er því var sent með bréfi, dags. 24. nóvember 2010. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 7. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum Seðlabanka Íslands kom fram að erindi A ehf. hefði nú verið svarað og fylgdi hjálagt bréf bankaráðs til A ehf., dags. 27. maí 2011. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar en tók fram að hann hefði með bréfi komið tiltekinni ábendingu á framfæri við bankaráðið vegna málsins. Í ábendingunni kom fram að umboðsmaður teldi erindi A ehf. hafa verið þess eðlis að sú afstaða bankaráðs að það teldi ekki „ástæðu til að svara erindi [lögmannsins] sérstaklega“ hefði ekki verið í samræmi meginreglu stjórnsýsluréttarins um að skriflegum erindum til stjórnvalda bæri að svara skriflega nema ljóst væri af erindinu að svars væri ekki vænst. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til bankaráðs að huga betur að umræddri meginreglu í störfum sínum.