Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6389/2011)

A kvartaði yfir því að hafa ekki fengið svar við erindi sínu til innanríkisráðuneytisins er varðaði málefni dóttur hans. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 16. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Innanríkisráðuneytið veitti umboðsmanni Alþingis tilteknar skýringar á málinu en umboðsmaður taldi ástæðu til að óska frekari upplýsinga um hvort ráðuneytið hefði tekið eða hygðist taka erindið, að því leyti sem það laut að vinnubrögðum tiltekins sýslumannsembættis, til afgreiðslu og þá hvenær vænta mætti niðurstöðu í málinu. Í skýringum ráðuneytisins kom fram að það hefði nú ritað A bréf og óskað nánari útskýringa á efni þess svo unnt væri að taka það til afgreiðslu með viðhlítandi hætti. Umboðsmaður lauk því kvörtun sinni en tók fram að A gæti leitað til sín á ný yrði hann ósáttur við niðurstöðu ráðuneytisins í málinu.