Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6406/2011)

Hinn 17. apríl 2011 barst umboðsmanni Alþingis kvörtun A yfir því að Vinnueftirlit ríkisins hefði ekki svarað erindi hans varðandi einelti á vinnustað, sendu 22. desember 2010. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 3. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum vinnueftirlitsins til umboðsmanns kom fram að það myndi senda A skriflegt svar við erindinu. Í ljósi þess taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar að svo stöddu í tilefni af kvörtuninni en tók fram að A væri heimilt að leita til sín að nýju yrði frekari óeðlilegur dráttur á afgreiðslu erindisins.