Svör við erindum.

(Mál nr. 6440/2011)

Hinn 13. maí 2011 kvörtuðu samtökin A yfir að hafa ekki borist svar frá iðnaðarráðuneytinu við erindi sendu með bréfi, dags. 24. febrúar 2011, með fyrirspurn um hvaða almannahagsmunir krefðust þess að ljósmyndun væri lögvernduð iðngrein. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 7. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum kom fram að vegna misgánings við afgreiðslu hefði erindi A, sem voru tvö talsins, verið bókuð sem eitt. Öðru erindanna hefði verið svarað en vegna þessa misgánings hefði því erindi er málið laut að ekki verið svarað. Það hefði nú verið gert. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina.